Smári Valtýr Sæbjörnsson
70-80% aukning í sumar á Thai Keflavík
Það er bara alger sprenging, 70-80% aukning frá því í fyrra,
segir Magnús Heimisson eigandi Thai Keflavík veitingastaðarins við Hafnargötu í Keflavík í samtali við Víkurfréttir.
Magnús segir að ferðamenn séu stór hluti viðskiptavina sinna í sumar og aukningin í rekstrinum sé fyrst og fremst út af þeim.
Ferðamönnum hefur fjölgað gríðarlega mikið. Ég hef t.d. fengið marga hópa af Kínverjum. Þú rétt misstir af stórum hópi hérna áðan. Þá hef ég fengið marga hingað á veitingastaðinn frá hótelunum og gististöðunum á svæðinu. Þó svo að flestir ferðamannanna stoppi ekki lengi á Suðurnesjum er þó ljóst að þeir koma hingað. Ættu ekki allir bæir í grennd við alþjóðan flugvöll að njóta nærverunnar. Það hefði ég haldið,
sagði veitingamaðurinn við fréttamann VF í vikunni.
Aðspurður um hvað ferðamennirnir vildu borða sagði Magnús að flestir sem kæmu af hótelunum væru búnir að borða íslenskan mat í ferðinni og vildu því fá eitthvað annað áður en þeir færu heim.
Þeir spyrja bara hvar þeir geti fengið gott að borða. Þeir fá það hér,
sagði Magnús og hlær.
Greint frá á vef Víkurfrétta.
Mynd: skjáskot af google korti.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanÍsland tók yfir eldhúsið á VOX þegar Sævar Lárusson og Rúrik mættu til leiks
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanEr þetta besta jólatréð í bænum, á bragðið? – Vídeó
-
Markaðurinn4 dagar síðanHættulega góðar ostakökukúlur með Biscoff og hvítu súkkulaði
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanKristján Örn matreiðslumeistari bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á Gran Canaria – Myndir
-
Markaðurinn2 dagar síðanRMK heildverslun: Opnunartími yfir hátíðarnar
-
Frétt3 dagar síðanAðskotahlutur í Bónus grjónagraut – Matvælastofnun varar við neyslu
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðanSushi staðurinn Majó flytur starfsemi sína í Hof á Akureyri
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðanNýtt bakarí í undirbúningi á Öskjureitnum á Húsavík






