Smári Valtýr Sæbjörnsson
70-80% aukning í sumar á Thai Keflavík
Það er bara alger sprenging, 70-80% aukning frá því í fyrra,
segir Magnús Heimisson eigandi Thai Keflavík veitingastaðarins við Hafnargötu í Keflavík í samtali við Víkurfréttir.
Magnús segir að ferðamenn séu stór hluti viðskiptavina sinna í sumar og aukningin í rekstrinum sé fyrst og fremst út af þeim.
Ferðamönnum hefur fjölgað gríðarlega mikið. Ég hef t.d. fengið marga hópa af Kínverjum. Þú rétt misstir af stórum hópi hérna áðan. Þá hef ég fengið marga hingað á veitingastaðinn frá hótelunum og gististöðunum á svæðinu. Þó svo að flestir ferðamannanna stoppi ekki lengi á Suðurnesjum er þó ljóst að þeir koma hingað. Ættu ekki allir bæir í grennd við alþjóðan flugvöll að njóta nærverunnar. Það hefði ég haldið,
sagði veitingamaðurinn við fréttamann VF í vikunni.
Aðspurður um hvað ferðamennirnir vildu borða sagði Magnús að flestir sem kæmu af hótelunum væru búnir að borða íslenskan mat í ferðinni og vildu því fá eitthvað annað áður en þeir færu heim.
Þeir spyrja bara hvar þeir geti fengið gott að borða. Þeir fá það hér,
sagði Magnús og hlær.
Greint frá á vef Víkurfrétta.
Mynd: skjáskot af google korti.
-
Markaðurinn22 klukkustundir síðan
Rótgróið bakarí / verslun og kaffihús til sölu eða leigu
-
Bocuse d´Or14 klukkustundir síðan
Frakkar sigruðu Bocuse d’Or 2025 – Sindri Guðbrandur í 8. sæti
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Spennandi tækifæri
-
Bocuse d´Or17 klukkustundir síðan
Sjáðu keppnisrétti Sindra hér – Myndir
-
Bocuse d´Or22 klukkustundir síðan
Sindri Guðbrandur hóf keppni í Bocuse d´Or í morgun – Bein útsending
-
Bocuse d´Or4 dagar síðan
Myndir: Það styttist í herlegheitin – Sindri keppir fyrir Íslands hönd 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Bocuse d´Or3 dagar síðan
Sindri keppir í Bocuse d´Or
-
Keppni2 dagar síðan
Daníel Oddsson á Jungle hreppti Bláa Safírinn 2025 – Myndaveisla