Björn Ágúst Hansson
600 til 700 kíló af borðskrauti í hinu margumtalaða villibráðahlaðborði hans Úlla
Úlfar Finnbjörsson verður með hið margumtalaða villibráðahlaðborð á Grand hóteli þann 4. og 5. október n.k. Við fórum og hittum meistarakokkinn og spurðum nokkurra spurninga um þetta glæsiborð.
Það tekur Úlfar 4 til 5 daga að útbúa réttina fyrir hlaðborðið en mesti tíminn fer í að redda allri villibráðinni. Hann er að veiða eitthvað fyrir borðið, en þegar tímabilið er í gangi þá er hann að elda. Áður en Úlfar fór að læra kokkinn, þá var hann veiðimaður og uppstoppari. Á því tímabili var svo mikið af afgangskjöti að hann sagðist ætla að læra kokkinn til að getað eldað úr þessu kjöti sem hann var með.
Á hlaðborðinu er hann með um 30 til 40 kalda rétti og svo 7 heita rétti. Allur maturinn er borinn fram á íslensku birki sem er hrikalega flott og var gróðursett við Mógilsá í Kollafirði.
Hann segir að þetta snúist ekki eingöngu um matinn heldur líka um „showið“ því það eru um 600 til 700 kg af hlutum fyrir utan mat á borðinu. Þetta mun verða virkilega flott og verður skemmtilegt að kíkja þangað og snæða íslenska villibráð í sínu besta og fallegasta á hlaðborðinu hjá Úlfari.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Áætla um 100 matreiðslumenn og 50 framreiðslumenn að störfum í hátíðarkvöldverði KM
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Starfsmannavelta3 dagar síðan
Michelin veitingastaðnum Locanda Locatelli lokað eftir 23 ára starfsemi
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Við leitum að öflugum hótelstjóra á Fosshótel Vestfirði
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Fagfélögin taka í notkun nýjar Mínar síður
-
Markaðurinn23 klukkustundir síðan
Nýtt útlit á Tanqueray nr.10
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Allt fyrir Þorrablótin