Björn Ágúst Hansson
600 til 700 kíló af borðskrauti í hinu margumtalaða villibráðahlaðborði hans Úlla
Úlfar Finnbjörsson verður með hið margumtalaða villibráðahlaðborð á Grand hóteli þann 4. og 5. október n.k. Við fórum og hittum meistarakokkinn og spurðum nokkurra spurninga um þetta glæsiborð.
Það tekur Úlfar 4 til 5 daga að útbúa réttina fyrir hlaðborðið en mesti tíminn fer í að redda allri villibráðinni. Hann er að veiða eitthvað fyrir borðið, en þegar tímabilið er í gangi þá er hann að elda. Áður en Úlfar fór að læra kokkinn, þá var hann veiðimaður og uppstoppari. Á því tímabili var svo mikið af afgangskjöti að hann sagðist ætla að læra kokkinn til að getað eldað úr þessu kjöti sem hann var með.
Á hlaðborðinu er hann með um 30 til 40 kalda rétti og svo 7 heita rétti. Allur maturinn er borinn fram á íslensku birki sem er hrikalega flott og var gróðursett við Mógilsá í Kollafirði.
Hann segir að þetta snúist ekki eingöngu um matinn heldur líka um „showið“ því það eru um 600 til 700 kg af hlutum fyrir utan mat á borðinu. Þetta mun verða virkilega flott og verður skemmtilegt að kíkja þangað og snæða íslenska villibráð í sínu besta og fallegasta á hlaðborðinu hjá Úlfari.
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Keppni14 klukkustundir síðan
Björt framtíð í íslenskri matargerð – Matreiðsla, framreiðsla, kjötiðn og bakaraiðn í brennidepli á Íslandsmótinu um helgina
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Ný bylgja í vínheiminum – Fyrsta áfengislausa vínverslunin opnar í hjarta vínborgarinnar Bordeaux
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Hvað er Heitast á BWW 2025? Sóley Björk og fremstu vínsérfræðingar heims afhjúpa leyndardóma Spænskra vína
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Súkkulaðið sem fór á flug á TikTok – Hvað er svona sérstakt við PortaNOIR?
-
Frétt2 dagar síðan
Fuglaflensa veldur eggjaskorti: Veitingastaðir og bakarí í vanda
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Rósasalat – Salatið sem fær diskinn til að blómstra – Uppskriftir með rósasalati