Vertu memm

Uncategorized

3000 sommeliers í ASI-samtökunum um heim allan, 1 verður besti vínþjónn í heiminum

Birting:

þann


Alba að hefja keppni (Laugardagsmorgun 19 maí)

Föstud. 18. maí kl 20

Flestir áttu að mæta í dag, en svo kom í ljós smám saman að margir höfðu komið eins og við daginn áður eða jafnvel fyrir tveimum dögum, sumir til að jafna sig á tímamismunin, sumir til að leggjast í þjálfunarbúðir.

Þeir síðarnefndu sáust varla og mættu svo eins seint og hægt var á kynningarfundinum í kvöld.

Sommelier-flóran er mjög fjölbreytt. Sumir taka lífinu með heimspekilegu móttó, Það versta sem getur gerst er að ég vinni ekki osfr  ??…og fá sér bjór á barnum, aðrir rétt kinka kolli en blanda ekki geði, enn aðrir eru feimnir eða stressaðir.

Taskan hennar Ölbu skilaði sér loksins, forseti samtakanna dönsku Jesper Brincktofte, sem var í sömu vél og við og saknaði einnig tösku sinnar, fékk hana á sama tíma. Þannig að í raun er allt komið eins og það á að vera.

Blaðamenn fengu að vita á sérstökum fundi (lokað öðrum), að tvær nýjungar verða í ár: Shiraz keppni sem Peter Lehmann kostar með flott verðlaun, og vatnskeppni sem Panna vatnið kostar. Hin nýjungin er að við (blaðamenn) fáum að vera inni á meðan keppt er, bæði þegar skriflega prófið verður og líka verklega. Það getur verið skemmtilegt að fá myndir af Ölbu í keppni, ég hef forgang í myndatöku ef keppt væri um þau 2 fjölmiðlasæti sem standa til boða!

En dagurinn á morgun verður strembinn: þau þurfa að mæta kl 7 og keppnin byrjar kl 7.30 (morgunverðasalurinn opnar ekki fyrir en … 7 og ekki var hugsað fyrir því að fá því breytt) og lýkur ekki fyrr en  kl. 19. Á dagskrá: blindsmökkun, mat- og vínseðill, spurningalisti og svo verklegi þátturinn, blindsmökkun munnlega, tveir þjónustuþættir sem koma fyrst í ljós á morgun. Þau fá að draga númer sem verður að halda leyndu þangað til öllu er lokið.

Ölbu líður vel, hún er greinilega vinsæl hjá þeim keppendum sem eru ekki undir feldi og það eru þó flestir. Ég átti skemmtilegt viðtal við keppendurna frá Ítalíu, Fabio Masi, sommelier á Enoteca Pinchiori í Torino, og frá Tyrklandi, Isa Bal sem er ekki minna en chef sommelier á Fat Duck. Stressið var mátulegt en ekki yfirþyrmandi, þeir voru búnir að gera allt sem þurfti og ætluðu að taka daginn á morgun með jafnaðargeði. Þetta er Heimsmeistaramótið, Mondial, og margir leggja allt undir.

Út um gluggann sé ég Tyrkland, það er skýjað og spáð jafnvel stormi, en það er hlýtt og fínt að vera hér, eyjan mjög skemmtileg.

Á morgun byrjar alvaran og veðrið skiptir í sjálfu sér ekki neinu máli lengur.

Dominique frá HM Vínþjóna (XIIème concours Mondial) í Rhodos

Laugardagsmorgun 19. maí, kl 09.00

Þá er það byrjað. Skipulagið er ekki betra en það hér að keppendur fóru ekki inn fyrr en kl 8 í staðinn fyrir 7.30 (allir voru  ættir 7…) og sumir forsetar sem áttu að fara í dómnefnd voru ekki látin vita. Georgíu-keppandinn týndist eða svaf yfir sig og mætti ekki og japanir voru með 2 sjónvarpstökulið sem voru fyrir öllum í keppnissalnum !

Að öðru leyti var allt með kyrrum kjörum og rólegt, þrátt fyrir spennu sem lá sjáanlega í loftinu. Fulltrúar Norðurlandanna voru í fínu skapi þrátt fyrir óvelkomin símtöl um miðja nótt frá kunningjum (svona er það að notast eingöngu við síma sem vekjaraklukku!), 3ja tíma munurinn segir til þín. Alba okkar var ekki stressuð frekar en venjulega.

Það eru ca. 3000 sommeliers í ASI samtökunum um heim allan, 1 verður besti vínþjónn í heiminum á morgun…

Smellið hér til að skoða myndir frá ferðalaginu (Slóð: Vínheimurinn / HM Sommelier 07)

Dominique í Rhodos

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Auglýsingapláss
Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið