Veitingarýni
20 & sjö mathús og bar
Móðir mín flutti í Tunguselið þegar Seljahverfið var að byggjast um 1978 en það kallaði hún að flytjast upp fyrir snjólínu og inn á öræfin. Það var nú kannski ekki alveg svona slæmt en fyrir 105 manneskju var lítið eða ekkert „líf“ þarna uppfrá og er það ennþá svoleiðis í efri byggðum Reykjavíkur.
Fyrir ofan „snjólínu“ eða í efri byggðum borgarinnar er „varla“ að finna betri veitingastað sem ekki er austurlenskur eða pizzastaður en nú er það að breytast.
Það varð breyting því á vormánuðum, mitt í pestarfaraldrinum fór stórhuga fjölskylda af stað og opnaði veitingastaðinn 20 & sjö mathús og bar, sem er staðsettur í Víkurhvarfi 1 í Kópavoginum.
Ég átti heimboð þangað og síðastliðið sunnudagskvöld og ákvað að bjóða góðri vinkonu minni með mér, vitandi að hún fer mikið út að borða og á „gleði tíma“ með sínum vinkonum.
Mér fannst hún vera tilvalin félagsskapur því mér finnst frekar leiðinlegt að fara einn og gaman að hafa fólk með sér með reynslu, því það upplifir hlutina á annan máta en ég.
Fjölskyldustaður
20 & sjö er fjölskyldurekinn veitingastaður þar sem allir leggja hönd á plóg og það var hann Hringur Helgason sem tók á móti okkur með með stæl en faðir hans Helgi stóð vaktina í eldhúsinu með öðrum þetta kvöldið.
Það kom mér á óvart hversu stór og vinalegur staðurinn er, smekklega innréttaður, ekki neinn íburður bara smart og notalegt. Hringur sagði mér að fjölskyldan hefði dundað sér við það í nokkra mánuði að innrétta „allt“ sjálf.
Við vorum leidd um húsið og okkur bent á að hér væri hægt að taka móti nokkuð stórum hópum og einnig þeim sem vildu vera aðeins prívat.
„Og þar sem við leggjum áherslu á að þetta sé fjölskylduveitingastaður þá erum við með góðan barnamatseðil og flott barnahorn“
hélt hann áfram stoltur.
Í samvinnu við Hring ákváðum við síðan að fá okkur aðeins sýnishorn af nokkrum vinsælustu réttunum þeirra, hann sagði mér að reyndar væri örlítið erfitt að velja þar sem staðurinn hefði fengið mjög góðar móttökur og það færi mikið af öllu.
Tennessee reykofn
Síðan hélt hann áfram:
“Við ákváðum í upphafi að fjárfesta í reykofni svo er svo kölluðum Tennessee týpu og við notum hann mikið. Við erum til dæmið með BBQ rif sem eru ekki neinu lík og ekki löðrandi í BBQ sósu heldur þurrkrydduð og mjög sér á báti. Það sama er með Pastrami, við söltum það sjálf, kryddum með okkar eigin blöndum og reykjum og sumir af veganréttunum okkar eru reyktir í þessum töfraofni“
sagði hann ánægður.
„Við viljum vera með mat fyrir alla og sérstaklega að fjölskyldan geti komið hingað og allir finni eitthvað fyrir sig, við leggjum líka mikla áherslu á að vera með spennandi grænmetisrétti sem við gerum að sjálfsögðu frá grunni eins og allt annað. Við gerum allt frá grunni hérna, það er bara regla,“
hélt hann áfram.
Öðruvísi „drekkutími“
„Síðan erum við með brunch á laugardögum sem er mjög vinsæll en rúsínan í pylsuendanum er að við erum með Happy Hour frá klukkan 16:00 alla daga og þá fylgir tapasréttur með hverjum drykk, þetta hefur slegið í gegn. Þú bara pantar drykk og færð snarl með, ekki neinn aukakostnaður eða vesen, bara notalegheit,“
sagði hann að lokum og brosti.
Það er gaman að fara út að borða en enn skemmtilegra að upplifa nýja staði í gegnum aðra og svo var þetta kvöldið og það var gaman að fylgjast með vinkonu minni og hversu mikið staðurinn og maturinn kom henni á óvart. Hún sagði mér síðan á leiðinni heim að hingað kæmi hún alveg örugglega aftur og þá væri það „saumaklúbburinn“ sem kæmi með og eins og hún sagði;
„ég borða aldrei vegan rétti, mér bara finnst þeir ekki alltaf góðir en þarna voru þeir með þetta frábæra grænmetis lasagne með reykbragði – algjör snilld“.
20 & sjö mathús og bar er í Víkurhvarfi 1 og ekki skemmir fyrir að þar er nóg af bílastæðum.
Lifið heil.
Myndir: Ólafur Sveinn Guðmundsson / Veitingageirinn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Glæsilegt Þorrablót Íslendinga á Gran Canaria – Kristján Frederiksen matreiðslmeistari fór á kostum – Myndir
-
Starfsmannavelta3 dagar síðan
Snædís Xyza Mae Jónsdóttir ráðin yfirmatreiðslumeistari á Fröken Reykjavík Kitchen & Bar
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Lúxus á útsölu – Fairmont Grand Hotel selur innanstokksmuni fyrir breytingar – Talið vera stærsta uppboð sinnar tegundar í Evrópu
-
Frétt8 klukkustundir síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Keppni2 dagar síðan
Ashley Marriot vann Barlady keppnina á Íslandi – Myndir
-
Frétt11 klukkustundir síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Kaffipressan kaupir Kaffistofuna – styrkir sérkaffimenningu á Íslandi
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Er Guinness 0 algjörlega áfengislaus?