Frétt
15 af 24 veitinga- og skemmtistöðum brutu reglur – Tveimur veitingastöðum lokað
Í gærdag og fram á kvöld fór lögreglan á höfuðborgarsvæðinu inn á 24 veitinga- og skemmtistaði til að fylgja eftir reglum um sóttvarnir, fjöldatakmörkun og tveggja metra reglunni.
Af þessum 24 veitinga- og skemmtistöðum framfylgdu 15 staðir ekki sóttvarnarreglum þannig að viðunandi væri. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu, sem að mbl.is vekur athygli á hér.
Sér í lagi var fjöldi gesta á stöðunum oft slíkur að alls ekki var unnt að tryggja tveggja metra bil milli manna og sums staðar var ekki þverfótað vegna fjöldi fólks, bæði inni á stöðunum og utan við þá.
Tveimur veitingastöðum var jafnframt lokað þar sem leyfi voru ekki í lagi.
Mynd: úr safni
-
Frétt3 dagar síðan
Nýr miðlægur listi yfir sveina með starfsréttindi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Flottir ekta ítalskir réttir og pizzur af betri gerðinni – Fagnaðu gamlárskvöldinu með stæl á Piccolo – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Veitingageirinn í jólaskapi
-
Nemendur & nemakeppni5 dagar síðan
Útskriftarnemendur Hótel- og matvælaskólans í MK tóku þátt í ýmsum keppnum og krefjandi verkefnum
-
Food & fun18 klukkustundir síðan
Tveir íslenskir gestakokkar verða á Food and Fun hátíðinni í Stavanger
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Gleðileg jól, kæru lesendur – Veitingageirinn.is þakkar fyrir sig
-
Kokkalandsliðið5 dagar síðan
Jólakveðja frá Kokkalandsliðinu og Klúbbi matreiðslumeistara – Vídeó
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Jólakveðja frá Leiðtoga matvæla- og veitingagreina