Viðtöl, örfréttir & frumraun
Vilhjálmur pollrólegur í keyrslu í 65 manna brúðkaupsveislu
Vilhjálmur Axelsson birti á facebook síðu sinni skemmtilegt myndband sem sýnir keyrslu í 65 manna brúðkaupsveislu í Kongsvold Fjeldstue í Noregi, en staðurinn er allt í senn veitingastaður, pöbb og hótel. Vilhjálmur er 29 ára matreiðslumaður, en hann lærði fræðin sín á Glóðinni í Keflavík og kláraði síðan námið á Hótel Geysi og útskifaðist árið 2004.
Vilhjálmur hefur starfað hjá Axel Jónsson veitingamanni, veitingastaðnum hennar Léa Linster í Lúxemborg, Perlunni, Silfri á Hótel Borg svo eitthvað sé nefnt og er núna eins og áður sagði á Kongsvold Fjeldstue og er búinn að starfa þar í tæp þrjú ár.
Kongsvold Fjeldstue fékk verðlaun sem besti nemastaður árið 2011 (Aret lærlingsbedrift 2011) þar sem horft er á matseðil, og hvernig nemarnir standa sig í faginu ofl. Mikið er fjallað um Kongsvold Fjeldstue í fjölmiðlum, sauðnautið sem er á boðstólnum hjá þeim og er ræktað í Oppdal sem er næsti bær við veitingastaðinn og eins valinn besti veitingastaðurinn í héraðinu ( Trøndelag, more og Romsdal ) árið 2010 svo eitthvað sé nefnt.
Kongsvold Fjeldstue er 60 manna veitingastaður þar sem allt er innréttað að gamla mátann, vínkjallara sem geymir rétt um 3500 flöskur. Hótelið er með 31 herbergi í útleigu og þar er einnig allt upp á gamla mátann, þ.e. ekkert sjónvarp eða mínibar i herbergjunum og nokkur herbergi eru með kojur.
Vídeó
Hér að neðan má sjá myndbandið sem sýnir keyrslu í 65 manna brúðkaupsveislu í Kongsvold Fjeldstue og það er ekki annað að sjá og heyra en að Vilhjálmur sé pollrólegur í keyrslunni (Smellið á myndina):
Myndir: kongsvold.no
-
Markaðurinn7 dagar síðanSushi í nýjum búningi: Ofnbakað, rjómakennt og ómótstæðilegt
-
Markaðurinn7 dagar síðanBarþjónn óskast í fullt starf hjá Hótel Reykjavík Centrum
-
Bocuse d´Or5 dagar síðanKeppnisröð Bocuse d’Or 2026 liggur fyrir, Snædís keppir 16. mars í Marseille
-
Vín, drykkir og keppni7 dagar síðanJim Beam mun stöðva framleiðslu tímabundið árið 2026 í kjölfar minnkandi áfengisneyslu á heimsvísu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanBarr tekur yfir Noma í mars á meðan Noma dvelur í Los Angeles
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðanGleðileg jól og farsælt komandi ár, þökkum samfylgdina á árinu
-
Starfsmannavelta3 dagar síðanRosewood London til sölu vegna lausafjárvanda eigenda
-
Frétt2 dagar síðanNew York herðir reglur um þjórfé, DoorDash og Uber segja ný lög grafa undan eftirspurn







