Smári Valtýr Sæbjörnsson
Verkefnið Sjávarréttaeldhús fékk 1 milljón króna í styrk
Verkefnið „Seafoodkitchen, Travel, Try and Taste in Sandgerði“ fékk 1 milljón króna styrk úr Vaxtarsamningi Suðurnesja í síðustu viku. Þetta var fjórða úthlutun styrkja úr samningnum en samtals hefur verið úthlutað 100 milljónum króna, en hægt er að lesa til um öll verkefnin sem fengu styrk í síðustu viku með því að smella hér.
Seafoodkitchen snýst um að búa til tekjur af ferðamönnum með því að bjóða þeim í ferðalag og heimsókn í áhugavert sjávarréttaeldhús þar sem þeim býðst að elda sjálfir gæðamat úr sjávarfangi. Ferðalaginu lýkur með því að borða heimatilbúna hollusturétti undir leiðsögn matreiðslumeistara í náttúrlegu sjávarumhverfi þar sem lífið er fiskur.
Verkefnið er samstarfsverkefni Skref fyrir skref ráðgjöf (Sfs) sem meðal annars rekur
Farskóla Ferðaþjónustunnar í Sandgerði og Vitans sem er einn af elstu veitingastöðum landsins.
Rekstaraðilar Vitans hafa mikla reynslu í þróun á sjávarfangi og hafa t.d. unnið í nokkur ár með Þekkingarsetrinu í Sandgerði í samstarfi við Háskóla Ísland að því að matreiða og kynna grjótakrabba sem er nýr og spennandi landnemi við Íslandsstrendur
, sagði Hansína B. Einarsdóttir annar eigandi af Sfs og verkefnastjóri Seafoodkitchen í samtali við veitingageirinn.is.
Skref fyrir skref hefur s.l ár unnið að nokkrum könnunum hérlendis þar sem m.a. hefur verið reynt að skoða hvernig þarfir og áhugi ferðamanna hefur verið að breytast og verkefnið Seafoodkitchen er m.a. hugsað sem vara til þess að mæta þessum áhuga.
Mynd frá úthlutun styrkja úr Vaxtarsamningi Suðurnesja: vf.is
![]()
-
Bocuse d´Or1 dagur síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni1 dagur síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Markaðurinn3 dagar síðanFerskt og litríkt sætkartöflusalat sem hentar við öll tilefni
-
Keppni4 dagar síðanKeppni í jólapúns í Jólaportinu: Veitingahús etja kappi til styrktar Sorgarmiðstöðinni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanSkandinavískt jólahlaðborð á Síldarkaffi vekur mikla athygli – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanSykurverk opnar smáköku- og kaffihúsa pop up í Iðunn mathöll fyrir jólin
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel6 klukkustundir síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanTom Kerridge stígur til hliðar frá Pub in the Park







