Sverrir Halldórsson
Veitingastaðurinn Roadhouse á Snorrabraut 2 ára
Það var 18. febrúar sem staðurinn náði þessum áfanga og í tilefni dagsins var tilboð á vinsælasta borgara staðarins.
Ég smellti mér niður á Snorrabraut, til að smakka herlegheitin, fæ sæti í horninu vinstra megin þegar maður kemur inn og hafði gott útsýni yfir barinn, ung stúlka kom og bauð mér matseðil, en ég sagði henni að ég vildi fá þennan hamborgara dagsins og kók light.
Svo kom maturinn en hann heitir Roadhouse King of the Road og á honum er hamborgari, reyktur grísahnakki, svissaður laukur, Maribo ostur, mustard glaze & Roadhousesósa, með þessu kom franskar kartöflur sem eru lagaðar frá grunni á staðnum.
Um leið og maður horfði á diskinn, þá gargaði hann á mann, borðaðu mig, það var hrein unun að borða þennan rétt og þessar kartöflur voru frábærar, en ég hafði komið stuttu eftir að þeir opnuðu og fannst kartöflurnar óspennandi þá, en síðan hafa þeir breytt þeim og er ég mjög sáttur með þær, einnig fékk ég coctailsósu í svona kaviarglasi með loki sem maður skrúfar af, smart.
Og í tilefni dagsins þá pantaði ég mér Bananasplit, og hann innihélt eftirfarandi, þrjár tegundir ískúlur, þeyttur rjómi, súkkulaði-hnetu og karamellucrumble, súkkulaðisósu, að ógleymdum banana.
Mér fannst annaðhvort diskurinn of lítill eða skammturinn of stór því það subbaðist út um allt þegar maður stakk skeiðinni í herlegheitin, en gott var það.
Þetta var stutt en ánægjuleg heimsókn á Snorrabrautina og aldrei að vita, nema maður líti þar inn aftur.
![]()
-
Bocuse d´Or1 dagur síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni2 dagar síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Markaðurinn3 dagar síðanFerskt og litríkt sætkartöflusalat sem hentar við öll tilefni
-
Keppni4 dagar síðanKeppni í jólapúns í Jólaportinu: Veitingahús etja kappi til styrktar Sorgarmiðstöðinni
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel10 klukkustundir síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanSkandinavískt jólahlaðborð á Síldarkaffi vekur mikla athygli – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanSykurverk opnar smáköku- og kaffihúsa pop up í Iðunn mathöll fyrir jólin
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanTom Kerridge stígur til hliðar frá Pub in the Park












