Viðtöl, örfréttir & frumraun
Þúsundasta smurbrauðið pantað
Þúsundasta danska smurbrauðið á þessu hausti var afgreitt hjá veitingastaðnum Við Pollinn á Hótel Ísafirði í hádeginu 10. desember s.l. Það var Ingibjörg Heiðarsdóttir sem pantaði það þúsundasta og var við það tilefni afhent blóm og gjafabréf.
Það hefur verið brjálað að gera hjá okkur þessa aðventuna í smurbrauðinu
, segir Halldór Karl Valsson matreiðslumeistari í samtali við Vestfirska fréttavefinn bb.is.
Fjöldi fólks hefur það fyrir fastan sið að fá sér ekta danskt smurbrauð með góðu jólaöli á þessum tíma en vinsældir þess hafa farið stigvaxandi með hverju ári. Smurbrauðsvertíðinni lýkur með hinu sívinsæla skötu- og smurbrauðshlaðborði á Þorláksmessu.
Þá verður eins og venjulega ýmislegt í boði og allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi hvort sem það er kæst skata, saltfiskur, grjónagrautur, plokkfiskur eða smurbrauð
, segir Halldór.
Aðspurður hvernig jólahlaðborðin hafi gengið segir hann fullt hús hafi verið á fyrstu tveimur og einnig sé fullt á það þriðja sem er núna á laugardaginn.
Víkingur Kristjánsson er veislustjóri og söngfuglinn Salóme Katrín Magnúsdóttir syngur fyrir gesti við undirleik Kristínar Hörpu Jónsdóttur. Svo er jólahlaðborð fjölskyldunnar núna um helgina líka, á sunnudaginn klukkan 18, en þá kíkja jólasveinar í heimsókn og það eru bara örfá sæti laus veit ég.
Sneiðin sem fyrir valinu var Rauðspretta á rúgbrauði með remúlaði, djúprækjum, spergli og laxarós.
Fyrst birt á BB.is
Myndir: Aðsendar
![]()
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanSAUÐÁ býður upp á Pop up með Michelin matreiðslu
-
Bocuse d´Or7 dagar síðanSkylduhráefni Bocuse d’Or liggur fyrir – Íslenska liðið þegar í fullum undirbúningi
-
Markaðurinn4 dagar síðanBarþjónn óskast í fullt starf hjá Hótel Reykjavík Centrum
-
Markaðurinn4 dagar síðanSushi í nýjum búningi: Ofnbakað, rjómakennt og ómótstæðilegt
-
Markaðurinn5 dagar síðanFullkomið meðlæti eða forréttur: stökkar kartöflur með sósu
-
Keppni4 dagar síðanNorska kokkalandsliðið kynnir nýtt ungkokkalandslið fyrir Ólympíuleikana 2028
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanJim Beam mun stöðva framleiðslu tímabundið árið 2026 í kjölfar minnkandi áfengisneyslu á heimsvísu
-
Bocuse d´Or1 dagur síðanKeppnisröð Bocuse d’Or 2026 liggur fyrir, Snædís keppir 16. mars í Marseille







