Viðtöl, örfréttir & frumraun
Þúsundasta smurbrauðið pantað
Þúsundasta danska smurbrauðið á þessu hausti var afgreitt hjá veitingastaðnum Við Pollinn á Hótel Ísafirði í hádeginu 10. desember s.l. Það var Ingibjörg Heiðarsdóttir sem pantaði það þúsundasta og var við það tilefni afhent blóm og gjafabréf.
Það hefur verið brjálað að gera hjá okkur þessa aðventuna í smurbrauðinu
, segir Halldór Karl Valsson matreiðslumeistari í samtali við Vestfirska fréttavefinn bb.is.
Fjöldi fólks hefur það fyrir fastan sið að fá sér ekta danskt smurbrauð með góðu jólaöli á þessum tíma en vinsældir þess hafa farið stigvaxandi með hverju ári. Smurbrauðsvertíðinni lýkur með hinu sívinsæla skötu- og smurbrauðshlaðborði á Þorláksmessu.
Þá verður eins og venjulega ýmislegt í boði og allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi hvort sem það er kæst skata, saltfiskur, grjónagrautur, plokkfiskur eða smurbrauð
, segir Halldór.
Aðspurður hvernig jólahlaðborðin hafi gengið segir hann fullt hús hafi verið á fyrstu tveimur og einnig sé fullt á það þriðja sem er núna á laugardaginn.
Víkingur Kristjánsson er veislustjóri og söngfuglinn Salóme Katrín Magnúsdóttir syngur fyrir gesti við undirleik Kristínar Hörpu Jónsdóttur. Svo er jólahlaðborð fjölskyldunnar núna um helgina líka, á sunnudaginn klukkan 18, en þá kíkja jólasveinar í heimsókn og það eru bara örfá sæti laus veit ég.
Sneiðin sem fyrir valinu var Rauðspretta á rúgbrauði með remúlaði, djúprækjum, spergli og laxarós.
Fyrst birt á BB.is
Myndir: Aðsendar
![]()
-
Markaðurinn5 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Markaðurinn5 dagar síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Pistlar2 dagar síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Markaðurinn5 dagar síðanÍslendingar pöntuðu hamborgara, franskar og helling af kokteilsósu
-
Vín, drykkir og keppni18 klukkustundir síðanBarþjónar fá einstakt tækifæri til að fylgjast með sérfræðingum að störfum
-
Markaðurinn4 dagar síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðanMatreiðslunám í VMA heldur áfram að laða að nemendur – Myndir







