Smári Valtýr Sæbjörnsson
Slepptu því að þamba og styrktu frekar Barnaspítala Hringsins
Síðustu daga hefur gengið bylgja yfir facebook þar sem einstaklingar skora á hvorn annan að þamba hálfan líter af bjór og skora svo á tvo til þrjá aðra að gera slíkt hið sama.
Mun gáfulegri áskorun er í gangi á facebook eftir að Garðar Gunnlaugsson knattspyrnumaður hóf hana fyrir stuttu, sem gengur út á það að í staðinn fyrir að þamba bjór þá ánafnar viðkomandi sem nemur kaupverði á hálfum lítra af bjór af bar til Barnaspítala Hringsins.
Fjöldi manna hefur tekið þessari áskorun og þar á meðal Hamborgarabloggið sem gáfu 1.000 kr til Barnaspítala Hringsins, að því er fram kemur á heimasíðu þeirra hér.
Í tilkynningu á facebook síðu Hamborgarabloggsins segir:
Við á Hamborgara Bloggið erum mótfallnir því að bjór sé þambaður. Það ber að umgangast bjór af virðingu og skal hann drukkinn i rólegheitunum þannig að hver sopi fái að njóta sín.
Mynd: xtreme.is
![]()
-
Bocuse d´Or1 dagur síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni1 dagur síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Markaðurinn3 dagar síðanFerskt og litríkt sætkartöflusalat sem hentar við öll tilefni
-
Keppni4 dagar síðanKeppni í jólapúns í Jólaportinu: Veitingahús etja kappi til styrktar Sorgarmiðstöðinni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanSkandinavískt jólahlaðborð á Síldarkaffi vekur mikla athygli – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanSykurverk opnar smáköku- og kaffihúsa pop up í Iðunn mathöll fyrir jólin
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanTom Kerridge stígur til hliðar frá Pub in the Park
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 klukkustundir síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu






