Smári Valtýr Sæbjörnsson
Slepptu því að þamba og styrktu frekar Barnaspítala Hringsins
Síðustu daga hefur gengið bylgja yfir facebook þar sem einstaklingar skora á hvorn annan að þamba hálfan líter af bjór og skora svo á tvo til þrjá aðra að gera slíkt hið sama.
Mun gáfulegri áskorun er í gangi á facebook eftir að Garðar Gunnlaugsson knattspyrnumaður hóf hana fyrir stuttu, sem gengur út á það að í staðinn fyrir að þamba bjór þá ánafnar viðkomandi sem nemur kaupverði á hálfum lítra af bjór af bar til Barnaspítala Hringsins.
Fjöldi manna hefur tekið þessari áskorun og þar á meðal Hamborgarabloggið sem gáfu 1.000 kr til Barnaspítala Hringsins, að því er fram kemur á heimasíðu þeirra hér.
Í tilkynningu á facebook síðu Hamborgarabloggsins segir:
Við á Hamborgara Bloggið erum mótfallnir því að bjór sé þambaður. Það ber að umgangast bjór af virðingu og skal hann drukkinn i rólegheitunum þannig að hver sopi fái að njóta sín.
Mynd: xtreme.is
![]()
-
Markaðurinn2 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Keppni3 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Markaðurinn2 dagar síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Starfsmannavelta4 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan„Ég hélt fyrst að þetta væri svindl“ segir Róbert um fyrstu samskipti við Teya
-
Markaðurinn3 dagar síðanYfirmatreiðslumaður óskast til Marinar ehf. í fullt starf
-
Markaðurinn2 dagar síðanÍslendingar pöntuðu hamborgara, franskar og helling af kokteilsósu
-
Markaðurinn1 dagur síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra






