Smári Valtýr Sæbjörnsson
Slepptu því að þamba og styrktu frekar Barnaspítala Hringsins
Síðustu daga hefur gengið bylgja yfir facebook þar sem einstaklingar skora á hvorn annan að þamba hálfan líter af bjór og skora svo á tvo til þrjá aðra að gera slíkt hið sama.
Mun gáfulegri áskorun er í gangi á facebook eftir að Garðar Gunnlaugsson knattspyrnumaður hóf hana fyrir stuttu, sem gengur út á það að í staðinn fyrir að þamba bjór þá ánafnar viðkomandi sem nemur kaupverði á hálfum lítra af bjór af bar til Barnaspítala Hringsins.
Fjöldi manna hefur tekið þessari áskorun og þar á meðal Hamborgarabloggið sem gáfu 1.000 kr til Barnaspítala Hringsins, að því er fram kemur á heimasíðu þeirra hér.
Í tilkynningu á facebook síðu Hamborgarabloggsins segir:
Við á Hamborgara Bloggið erum mótfallnir því að bjór sé þambaður. Það ber að umgangast bjór af virðingu og skal hann drukkinn i rólegheitunum þannig að hver sopi fái að njóta sín.
Mynd: xtreme.is

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Kokkur á miðunum: Guðmundur H. Helgason eldar fyrir áhöfn Breka VE – Fylgist með á Snapchat: Veitingageirinn
-
Keppni3 dagar síðan
Frábær árangur í Global Chef Challenge – Hinrik Örn og Andrés tryggja sér sæti í Global Chef Challenge 2026
-
Keppni5 dagar síðan
Hinrik og Andrés skila glæsilegum réttum í Global Chefs Challenge – Myndir
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun15 klukkustundir síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni17 klukkustundir síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Keppni4 dagar síðan
Verður þú hraðasti og snyrtilegasti barþjónninn?