Smári Valtýr Sæbjörnsson
Skúli í Subway kaupir heildsölu
Hluthafar Eggerts Kristjánssonar hf. hafa selt allt hlutafé sitt í félaginu til nýrra eigenda. Kaupin eru gerð með fyrirvara um niðurstöðu áreiðanleikakönnunar á félaginu. Eggert Kristjánsson hf. er rúmlega 90 ára gamalt fjölskyldufyrirtæki sem sérhæfir sig í innflutningi og dreifingu til matvöruverslana, veitingahúsa og annarra. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu.
Kaupendur eru Leiti eignarhaldsfélag ehf. sem er í eigu Skúla Gunnars Sigfússonar, sem oft er kenndur við Subway, Hallgrímur Ingólfsson, sem var áður stærsti hluthafi og framkvæmdastjóri Byggt og búið, og Páll Hermann Kolbeinsson framkvæmdastjóri.
Í fréttatilkynningu segir að nýir eigendur hafi margháttaða reynslu af rekstri. „Ætlunin er að byggja félagið upp enn frekar á þeim góða grunni sem til staðar er,“ segir í tilkynningunni. Gunnar Aðalsteinsson, núverandi framkvæmdastjóri, mun áfram starfa fyrir félagið og aðstoða nýja eigendur eftir þörfum, en þetta kemur fram á vef Morgunblaðsins mbl.is.
Mynd: af heimasíðu eggert.is
![]()
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Pistlar3 dagar síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanBarþjónar fá einstakt tækifæri til að fylgjast með sérfræðingum að störfum
-
Nemendur & nemakeppni4 dagar síðanMatreiðslunám í VMA heldur áfram að laða að nemendur – Myndir
-
Markaðurinn5 dagar síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra
-
Markaðurinn3 dagar síðanGlæsilegar nýjungar fyrir veitingastaði: Phoenix línan, fjölhæfar skvísur og nýir veislubakkar
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanAtvinnurekendur bregðast við: Styttri opnun og færri vaktir á krám
-
Markaðurinn4 dagar síðanNorðanfiskur leitar að metnaðarfullum sölufulltrúa






