Eftirréttur ársins
Sigurvegarar í Eftirréttur ársins 2013
Úrslit eru kunn í Eftirréttakeppni ársins sem var haldin fimmtudaginn 31.október á sýningunni Stóreldhús 2013 á Hilton Nordica Hótel.
Það voru 35 skráðir til keppni. Freistandi og glæsilegir réttir voru bornir fram en keppnisrétt höfðu þeir sem lokið hafa sveinsprófi í matreiðslu, konditori og bakaraiðn eða eru á nemasamningi í fyrrnefndum greinum. Þetta er fjórða árið sem keppnin er haldin.
Sá keppandi sem bar sigur úr býtum að þessu sinni er Hermann Þór Marinósson matreiðslumaður á Hilton. Í öðru sæti var Garðar Kári Garðarsson matreiðslumaður á Fiskfélaginu og í þriðja sæti var Vigdís My Diem Vo bakaranemi á Sandholti.
Dómarar að þessu sinni voru þau Fannar Vernharðsson sigurvegarinn frá síðasta ári og meðdómarar þau Hrefna Sætran og Vigdís Ylfa Hreinsdóttir.
Þema keppninnar að þessu sinni var “Pure Intensity” og var hún styrkt af súkkulaðiframleiðandanum Cacao Barry. Sigurvegarinn hlaut að verðlaunum námskeið hjá Chocolate Academy Cacao Barry. Heildverslunin Garri hefur haft veg og vanda að keppninni undanfarin ár.
Að sögn Fannars formanni dómnefndar er mjög mikilvægt að keppni sem þessi sé haldin og hvetji til metnaðar í eftirréttagerð.
Myndir: Ásgeir Ingi Jóhannesson Long
-
Uppskriftir7 dagar síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Áætla um 100 matreiðslumenn og 50 framreiðslumenn að störfum í hátíðarkvöldverði KM
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur
-
Frétt6 dagar síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Starfsmannavelta18 klukkustundir síðan
Michelin veitingastaðnum Locanda Locatelli lokað eftir 23 ára starfsemi
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Við leitum að öflugum hótelstjóra á Fosshótel Vestfirði