Eftirréttur ársins
Sigurvegarar í Eftirréttur ársins 2013
Úrslit eru kunn í Eftirréttakeppni ársins sem var haldin fimmtudaginn 31.október á sýningunni Stóreldhús 2013 á Hilton Nordica Hótel.
Það voru 35 skráðir til keppni. Freistandi og glæsilegir réttir voru bornir fram en keppnisrétt höfðu þeir sem lokið hafa sveinsprófi í matreiðslu, konditori og bakaraiðn eða eru á nemasamningi í fyrrnefndum greinum. Þetta er fjórða árið sem keppnin er haldin.
Sá keppandi sem bar sigur úr býtum að þessu sinni er Hermann Þór Marinósson matreiðslumaður á Hilton. Í öðru sæti var Garðar Kári Garðarsson matreiðslumaður á Fiskfélaginu og í þriðja sæti var Vigdís My Diem Vo bakaranemi á Sandholti.
Dómarar að þessu sinni voru þau Fannar Vernharðsson sigurvegarinn frá síðasta ári og meðdómarar þau Hrefna Sætran og Vigdís Ylfa Hreinsdóttir.
Þema keppninnar að þessu sinni var “Pure Intensity” og var hún styrkt af súkkulaðiframleiðandanum Cacao Barry. Sigurvegarinn hlaut að verðlaunum námskeið hjá Chocolate Academy Cacao Barry. Heildverslunin Garri hefur haft veg og vanda að keppninni undanfarin ár.
Að sögn Fannars formanni dómnefndar er mjög mikilvægt að keppni sem þessi sé haldin og hvetji til metnaðar í eftirréttagerð.
Myndir: Ásgeir Ingi Jóhannesson Long
![]()
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Kokkalandsliðið6 dagar síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn6 dagar síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni6 dagar síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Markaðurinn3 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn6 dagar síðanStóreldhúslausnir á einum stað hjá Bako Verslunartækni
-
Markaðurinn3 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn








