Keppni
Óskað eftir sjálfboðaliðum á Nordic Roaster Forum
Skipulagsnefnd Nordic Roaster Forum og Kaffibarþjónafélag Íslands leitar nú að fólki sem hefur áhuga á að hjálpa til bak við tjöldin á ráðstefnu sem verður haldin á Hótel Natura 8.-9. nóvember næstkomandi. Gengur vinnan að mestu út á að undirbúa og ganga frá eftir smökkun, en þessi vettvangur einkennist mikið af vinnusmiðjum.
Mikilvægt er að sjálfboðaliðar sýni sjálfstæði í vinnubrögðum og sakar ekki að þeir hafi reynslu af uppsetningu á kaffismökkun. Um leið og þetta er mikil vinna yfir þessa tvo daga er starfið einnig tækifæri til að fylgjast með fyrirlestrum, læra og blanda geði við annað fólk úr faginu.
Áhugasamir geta kíkt á heimasíðu Kaffibarþjónafélag Íslands fyrir nánari upplýsingar.
Mynd úr safni: Sverrir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanSAUÐÁ býður upp á Pop up með Michelin matreiðslu
-
Bocuse d´Or6 dagar síðanSkylduhráefni Bocuse d’Or liggur fyrir – Íslenska liðið þegar í fullum undirbúningi
-
Markaðurinn3 dagar síðanBarþjónn óskast í fullt starf hjá Hótel Reykjavík Centrum
-
Markaðurinn3 dagar síðanSushi í nýjum búningi: Ofnbakað, rjómakennt og ómótstæðilegt
-
Markaðurinn4 dagar síðanFullkomið meðlæti eða forréttur: stökkar kartöflur með sósu
-
Keppni4 dagar síðanNorska kokkalandsliðið kynnir nýtt ungkokkalandslið fyrir Ólympíuleikana 2028
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanJim Beam mun stöðva framleiðslu tímabundið árið 2026 í kjölfar minnkandi áfengisneyslu á heimsvísu
-
Bocuse d´Or1 dagur síðanKeppnisröð Bocuse d’Or 2026 liggur fyrir, Snædís keppir 16. mars í Marseille






