Keppni
Óskað eftir sjálfboðaliðum á Nordic Roaster Forum
Skipulagsnefnd Nordic Roaster Forum og Kaffibarþjónafélag Íslands leitar nú að fólki sem hefur áhuga á að hjálpa til bak við tjöldin á ráðstefnu sem verður haldin á Hótel Natura 8.-9. nóvember næstkomandi. Gengur vinnan að mestu út á að undirbúa og ganga frá eftir smökkun, en þessi vettvangur einkennist mikið af vinnusmiðjum.
Mikilvægt er að sjálfboðaliðar sýni sjálfstæði í vinnubrögðum og sakar ekki að þeir hafi reynslu af uppsetningu á kaffismökkun. Um leið og þetta er mikil vinna yfir þessa tvo daga er starfið einnig tækifæri til að fylgjast með fyrirlestrum, læra og blanda geði við annað fólk úr faginu.
Áhugasamir geta kíkt á heimasíðu Kaffibarþjónafélag Íslands fyrir nánari upplýsingar.
Mynd úr safni: Sverrir
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Pistlar2 dagar síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanBarþjónar fá einstakt tækifæri til að fylgjast með sérfræðingum að störfum
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðanMatreiðslunám í VMA heldur áfram að laða að nemendur – Myndir
-
Markaðurinn4 dagar síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra
-
Markaðurinn2 dagar síðanGlæsilegar nýjungar fyrir veitingastaði: Phoenix línan, fjölhæfar skvísur og nýir veislubakkar
-
Markaðurinn4 dagar síðanNorðanfiskur leitar að metnaðarfullum sölufulltrúa
-
Vín, drykkir og keppni1 dagur síðanAtvinnurekendur bregðast við: Styttri opnun og færri vaktir á krám






