Keppni
Óskað eftir sjálfboðaliðum á Nordic Roaster Forum
Skipulagsnefnd Nordic Roaster Forum og Kaffibarþjónafélag Íslands leitar nú að fólki sem hefur áhuga á að hjálpa til bak við tjöldin á ráðstefnu sem verður haldin á Hótel Natura 8.-9. nóvember næstkomandi. Gengur vinnan að mestu út á að undirbúa og ganga frá eftir smökkun, en þessi vettvangur einkennist mikið af vinnusmiðjum.
Mikilvægt er að sjálfboðaliðar sýni sjálfstæði í vinnubrögðum og sakar ekki að þeir hafi reynslu af uppsetningu á kaffismökkun. Um leið og þetta er mikil vinna yfir þessa tvo daga er starfið einnig tækifæri til að fylgjast með fyrirlestrum, læra og blanda geði við annað fólk úr faginu.
Áhugasamir geta kíkt á heimasíðu Kaffibarþjónafélag Íslands fyrir nánari upplýsingar.
Mynd úr safni: Sverrir
-
Bocuse d´Or1 dagur síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni2 dagar síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Markaðurinn3 dagar síðanFerskt og litríkt sætkartöflusalat sem hentar við öll tilefni
-
Keppni4 dagar síðanKeppni í jólapúns í Jólaportinu: Veitingahús etja kappi til styrktar Sorgarmiðstöðinni
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel10 klukkustundir síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanSkandinavískt jólahlaðborð á Síldarkaffi vekur mikla athygli – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanSykurverk opnar smáköku- og kaffihúsa pop up í Iðunn mathöll fyrir jólin
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanTom Kerridge stígur til hliðar frá Pub in the Park






