Smári Valtýr Sæbjörnsson
Nýtti miða á fyrsta farrými til að borða frítt í eitt ár
Kínverskur karlmaður nýtti sér þá möguleika sem fylgja því að eiga flugmiða á fyrsta farrými og borðaði frítt í heilt ár. Hann bókaði miða á fyrsta farrými hjá flugfélaginu China Eastern Airline og komst þannig inn í biðsalinn sem eigendum slíkra miða er boðið til. Frá þessu er sagt á vefsíðu Gizmodo.
Þar gat hann borðað eins og hann lysti af ljúffengum mat. En í stað þess að fara í flugið eftir að hann hafði lokið við að borða breytti hann dagsetningu flugsins og fór heim til sín. Hann kom svo aftur daginn eftir og gerði það sama, borðaði og breytti dagsetningu flugsins.
Á einu ári breytti hann flugmiðanum 300 sinnum og því borðaði hann ókeypis máltíð meiri hluta ársins. Það má segja að maðurinn hafi svo sannarlega nýtt sér smugu sem var í kerfinu til fulls.
Þegar flugfélagið fór að skoða það af hverju hann hefði breytt miðanum þetta oft afpantaði hann flugmiðann og fékk hann flugmiðann endurgreiddann að fullu, að því er fram kemur á visir.is.
Mynd: flychinaeastern.com
![]()
-
Bocuse d´Or2 dagar síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni2 dagar síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Markaðurinn4 dagar síðanFerskt og litríkt sætkartöflusalat sem hentar við öll tilefni
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel22 klukkustundir síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Keppni5 dagar síðanKeppni í jólapúns í Jólaportinu: Veitingahús etja kappi til styrktar Sorgarmiðstöðinni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanSkandinavískt jólahlaðborð á Síldarkaffi vekur mikla athygli – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanSykurverk opnar smáköku- og kaffihúsa pop up í Iðunn mathöll fyrir jólin
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanTom Kerridge stígur til hliðar frá Pub in the Park





