Smári Valtýr Sæbjörnsson
Nýir matreiðslumenn til Bláa Lónsins
Tveir efnilegir matreiðslumenn hafa verið ráðnir til starfa hjá Bláa Lóninu en það eru þeir Víðir Erlendsson og Kristófer Hamilton.
Víðir lærði fræðin sín á Argentínu steikhús og útskrifaðist árið 2010. Tvö síðastliðin ár hefur hann tekið þátt í keppninni um Matreiðslumann ársins og endað í 4-5 sæti.
Kristófer lærði á Fiskfélaginu og útskrifaðist árið 2013. Hann var valinn nemi ársins 2011.
Yfirmatreiðslumeistarar Bláa Lónsins eru þeir Ingi Þórarinn Friðriksson, Þráinn Freyr Vigfússon og Viktor Örn Andrésson, en þeir félagar segja ráðningarnar vera mikilvægan lið í að byggja upp sterkt og metnaðarfullt teymi vegna vaxandi umsvifa og fyrirhugaðra stækkun Bláa Lónsins.
Hjá Bláa Lóninu starfa 10 matreiðslumenn og 14 nemar.
Myndir: aðsendar
![]()
-
Markaðurinn3 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Keppni3 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Markaðurinn2 dagar síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Starfsmannavelta5 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Markaðurinn3 dagar síðanYfirmatreiðslumaður óskast til Marinar ehf. í fullt starf
-
Markaðurinn2 dagar síðanÍslendingar pöntuðu hamborgara, franskar og helling af kokteilsósu
-
Markaðurinn1 dagur síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra
-
Frétt2 dagar síðanMatfugl innkallar ferskan kjúkling vegna gruns um salmonellu







