Smári Valtýr Sæbjörnsson
Nýir matreiðslumenn til Bláa Lónsins
Tveir efnilegir matreiðslumenn hafa verið ráðnir til starfa hjá Bláa Lóninu en það eru þeir Víðir Erlendsson og Kristófer Hamilton.
Víðir lærði fræðin sín á Argentínu steikhús og útskrifaðist árið 2010. Tvö síðastliðin ár hefur hann tekið þátt í keppninni um Matreiðslumann ársins og endað í 4-5 sæti.
Kristófer lærði á Fiskfélaginu og útskrifaðist árið 2013. Hann var valinn nemi ársins 2011.
Yfirmatreiðslumeistarar Bláa Lónsins eru þeir Ingi Þórarinn Friðriksson, Þráinn Freyr Vigfússon og Viktor Örn Andrésson, en þeir félagar segja ráðningarnar vera mikilvægan lið í að byggja upp sterkt og metnaðarfullt teymi vegna vaxandi umsvifa og fyrirhugaðra stækkun Bláa Lónsins.
Hjá Bláa Lóninu starfa 10 matreiðslumenn og 14 nemar.
Myndir: aðsendar
![]()
-
Bocuse d´Or1 dagur síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni2 dagar síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Markaðurinn3 dagar síðanFerskt og litríkt sætkartöflusalat sem hentar við öll tilefni
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel13 klukkustundir síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Keppni5 dagar síðanKeppni í jólapúns í Jólaportinu: Veitingahús etja kappi til styrktar Sorgarmiðstöðinni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanSkandinavískt jólahlaðborð á Síldarkaffi vekur mikla athygli – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanSykurverk opnar smáköku- og kaffihúsa pop up í Iðunn mathöll fyrir jólin
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanTom Kerridge stígur til hliðar frá Pub in the Park







