Sverrir Halldórsson
Nýir eigendur Kaffivagnsins
Nú nýverið urðu eigandaskipti á Kaffivagninum og eru nýir eigendur Guðmundur Viðarsson matreiðslumeistari, sem hefur komið víða við á sínum ferli og konan hans Mjöll Daníelsdóttir.
En bræður hans eru Stefán Viðarsson yfirmatreiðslumeistari Icelandair Group á Íslandi og Einar Viðarsson bakarameistari sem er einn af eigendum Wilson´s pizzur, þannig að þetta er mikil matarfjölskylda.
- Kaffivagninn eftir breytingu | Mynd: Sigurjón Ragnar
- Kaffivagninn eftir breytingu | Mynd: Sigurjón Ragnar
- Kaffivagninn eftir breytingu | Mynd: Sigurjón Ragnar
- Kaffivagninn
Við félagarnir ákváðum að líta á hann, eitt hádegið nú í vikunni og fer hér saga af því sem við upplifðum.
Smakkaðist hún mjög vel og gott brauð með og að sjálfsögðu smjör.

Svo kom steikt rauðspretta með rækjum og bearnaisesósu borið fram í pönnu með soðnum kartöflum í hýði og agúrkusalati.
Svakalega fín eldun á fiskinum og samsetning alveg upp á 10.

Og líka pönnusteiktur þorskhnakki í pönnu með lauk og gulrótum, soðnum kartöflum með hýði og agúrkusalati
Og ekki sló félagi Guðmundur feilnótu þar frekar en annars staðar, og var réttinum gerð skil.
Það var hörkutraffík þarna í hádeginu og hálfgerður þverskurður af þjóðfélaginu frá Jóa trillukarli upp í fyrverandi ráðherra og er það góðs viti því þá er viðskiptahópurinn að stækka en fyrverandi eigandi lagði ekki eins mikið upp úr matnum eins og Guðmundur gerir.
Einnig er á boðstólunum mjög fallegt smurbrauð, kökur og klassískt kaffibrauð.
Spilakassarnir eru farnir og tel ég það jákvæð aðgerð.
Óskum við á Veitingageiranum Guðmundi góðs gengis í Kaffivagninum.
![]()
-
Markaðurinn4 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Keppni5 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Vín, drykkir og keppni1 dagur síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Markaðurinn4 dagar síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Markaðurinn5 dagar síðanYfirmatreiðslumaður óskast til Marinar ehf. í fullt starf
-
Pistlar1 dagur síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Markaðurinn4 dagar síðanÍslendingar pöntuðu hamborgara, franskar og helling af kokteilsósu
-
Markaðurinn3 dagar síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra

















