Frétt
Neytendastofa sektar verslanir og veitingahús
Neytendastofa hefur sektað fimm verslanir og sjö veitingahús á höfuðborgarsvæðinu vegna ófullnægjandi verðmerkinga.
Verslanirnar sem sektaðar eru um 50.000 krónur hver eru Couture á Laugavegi, Mýrin í Kringlunni, Nordic Store í Lækjargötu, Púkinn 101 á Laugavegi og Rammagerðin í Hafnarstræti. Verslanirnar eru sektaðar fyrir ófullnægjandi verðmerkingar í búðargluggum.
Þá hefur Neytendastofa sektað sjö veitingahús fyrir ófullnægjandi verðmerkingar. Veitingahúsin eru Austurlandahraðlestin í Lækjargötu, Café Bleu í Kringlunni, Kaffi Klassík í Kringlunni, Pisa í Lækjargötu, Scandinavian Smørrebrød og Brasserie á Laugavegi, Sjávargrillið á Skólavörðustíg og Tapashúsið á Ægisgarði.
Á vef Neytendastofu kemur fram að fyrirtækin hafi fengið fyrirmæli í sumar um að gera bragarbót á verðmerkingum sínum. Við eftirfylgni í haust kom í ljós að þau höfðu ekki gert það og því var ákveðið að beita þau stjórnvaldssektum.
Mynd: Skjáskot af google korti.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanMúlaberg slær öll met: Yfir 4.000 gestir í jólahlaðborð á fimm vikum
-
Kokkalandsliðið2 dagar síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn2 dagar síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðanMichael O’Hare opnar nýjan veitingastað eftir erfiðan kafla í rekstri
-
Markaðurinn2 dagar síðanStóreldhúslausnir á einum stað hjá Bako Verslunartækni
-
Markaðurinn6 dagar síðanJanúartilboð: Kjöt fyrir veitingastaði, mötuneyti og stóreldhús
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 dagar síðanMest lesnu fréttir ársins 2025






