Björn Ágúst Hansson
Nemendur buðu kennurum í stórveislu | Met fjöldi í 2. bekk í matreiðslu
Þann 5. nóvember s.l. var 2. bekkur í matreiðslu og framreiðslu í Hótel og matvælaskólanum með hádegismat fyrir kennara í Menntaskólanum í Kópavogi, en þar var boðið upp á glæsilegan fjögurra rétta matseðil.
Eldhúsinu var skipt niður í fjóra hópa og einn hópur sá um einn rétt fyrir sig og núna eru 30 manns í 2. bekk í matreiðslu sem er víst met fjöldi í einum bekk að sögn Guðmundar Guðmundssonar eða Mumma sem hann er kallaður, þannig það voru 6 til 8 manns í hverjum hóp og var nóg af höndum fyrir hvern disk.

Annar rétturinn var ofnbökuð bleikja, hörpuskel og kræklingur með hvítvíns smjörsósu og kræklinga froðu.

Þriðji réttur var heilsteikt hrossalund með kartöfluköku, gljáðu rósakáli, gulrótarmauki og rauðvínssósu. ( vantar kjötið á myndina því það var transerað inn í sal.)

Fjórði og síðasti réttur var Blandaður eftirréttur í honum var malt ís, appelsínu sorbet, flamberuð pönnukaka, berjasalat og konfekt moli. ( Vantar pönnukökuna á disk, því hún var eldsteikt inn í sal.)
Þetta gekk mjög vel fyrir sig og allir fóru sáttir í kennslu eftir þessa veislu.
Myndir: Nemendur í 2. bekk.
![]()
-
Markaðurinn4 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Keppni4 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Vín, drykkir og keppni13 klukkustundir síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Markaðurinn3 dagar síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Markaðurinn4 dagar síðanYfirmatreiðslumaður óskast til Marinar ehf. í fullt starf
-
Pistlar13 klukkustundir síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Markaðurinn3 dagar síðanÍslendingar pöntuðu hamborgara, franskar og helling af kokteilsósu
-
Markaðurinn2 dagar síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra











