Smári Valtýr Sæbjörnsson
Myndir frá fundi KM. Norðurlandi á Múlaberg Bistro & Bar
Mars fundur KM. Norðurland var haldinn þriðjudaginn 11. mars s.l. á Múlaberg Bistro & Bar á Hótel Kea. Fundurinn var í boði Norðlenska, þar komu Ingvar Már Gíslason markaðsstjóri og Reynir Eiríksson framleiðslustjóri frá Norðlenska og héldu stuttan fyrirlestur um þurrverkun ásamt því að segja frá nýjungum í þeirra framleiðslu.
Boðið var uppá forréttaplatta frá Norðlenska, þar var m.a. el torro nautavöðvi og íslensk hráskinka.
Í aðalrétt var svo boðið upp á lambaprime með sveppum, ofnbökuðum hvítlauk og kartöflusmælki.
Einar Geirsson bauð sig fram í stjórn KM. Norðurland og voru allir samþykktir því.
Úr stjórn fara Hallgrímur Sigurðarson og Borghildur María Bergvinsdóttir, þökkum þeim fyrir góð störf.
Í stjórn KM. Norðurland 2014-2015 eru: Júlía Skarphéðinsdóttir, Örn Svarfdal, Kristinn Jakobsson, Guðbjartur Fannar Benediktson, Magnús Örn Friðriksson og Einar Geirsson.
Happdrættið var að sjálfsögðu á sínum stað og voru glæsilegir vinningar í boði.
Þökkum við Norðlenska kærlega fyrir fundinn.
![]()
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel6 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Markaðurinn2 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Markaðurinn7 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Keppni2 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Markaðurinn6 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn
-
Starfsmannavelta4 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Markaðurinn1 dagur síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan„Ég hélt fyrst að þetta væri svindl“ segir Róbert um fyrstu samskipti við Teya



































