Smári Valtýr Sæbjörnsson
Myndir frá fundi KM. Norðurlandi á Múlaberg Bistro & Bar
Mars fundur KM. Norðurland var haldinn þriðjudaginn 11. mars s.l. á Múlaberg Bistro & Bar á Hótel Kea. Fundurinn var í boði Norðlenska, þar komu Ingvar Már Gíslason markaðsstjóri og Reynir Eiríksson framleiðslustjóri frá Norðlenska og héldu stuttan fyrirlestur um þurrverkun ásamt því að segja frá nýjungum í þeirra framleiðslu.
Boðið var uppá forréttaplatta frá Norðlenska, þar var m.a. el torro nautavöðvi og íslensk hráskinka.
Í aðalrétt var svo boðið upp á lambaprime með sveppum, ofnbökuðum hvítlauk og kartöflusmælki.
Einar Geirsson bauð sig fram í stjórn KM. Norðurland og voru allir samþykktir því.
Úr stjórn fara Hallgrímur Sigurðarson og Borghildur María Bergvinsdóttir, þökkum þeim fyrir góð störf.
Í stjórn KM. Norðurland 2014-2015 eru: Júlía Skarphéðinsdóttir, Örn Svarfdal, Kristinn Jakobsson, Guðbjartur Fannar Benediktson, Magnús Örn Friðriksson og Einar Geirsson.
Happdrættið var að sjálfsögðu á sínum stað og voru glæsilegir vinningar í boði.
Þökkum við Norðlenska kærlega fyrir fundinn.
![]()
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun18 klukkustundir síðanMúlaberg slær öll met: Yfir 4.000 gestir í jólahlaðborð á fimm vikum
-
Markaðurinn7 dagar síðanÁr breytinga, mikilla anna og stórra ákvarðana. Pistill eftir Óskar Hafnfjörð Gunnarsson formann hjá Matvís
-
Markaðurinn6 dagar síðanStökkir Brie bitar með pistasíuhjúp og chili hunangi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanMest lesnu fréttir ársins 2025
-
Uppskriftir5 dagar síðanÞetta elduðu flestir. Vinsælustu uppskriftir Veitingageirinn.is á árinu
-
Markaðurinn4 dagar síðanJanúartilboð: Kjöt fyrir veitingastaði, mötuneyti og stóreldhús
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel21 klukkustund síðanMichael O’Hare opnar nýjan veitingastað eftir erfiðan kafla í rekstri
-
Keppni7 dagar síðanJólapúnsinn í Jólaportinu skilaði 200 þúsund krónum til góðs málefnis



































