Keppni
Matreiðslumaður ársins 2013 | 27. – 29. september 2013

Verðlaunahafar í Matreiðslumaður ársins 2012
F.v. Garðar Kári Garðarsson (3. sæti), Bjarni Siguróli Jakobsson (1. sæti) og Hafsteinn Ólafsson (2. sæti)
Loksins er komið að því sem allir hafa beðið eftir. Klúbbur matreiðslumeistara hefur ákveðið dagsetningar á keppninni um Matreiðslumann ársins 2013. Keppnin verður að þessu sinni haldin dagana 27. – 29. september í Hótel- og matvælaskólanum, MK Kópavogi.
Forkeppnin
Forkeppnin verður haldin dagana á undan eins og venjan er og verður nánar greint frá þeim dagsetningum síðar. Nefndin um Matreiðslumann ársins mun leggjast undir feld til að ákveða hráefnin í keppninni og hvaða erlendu dómarar verða í dómnefndinni.
Til mikils að vinna
Það er til mikils að vinna í þessari keppni og má geta þess að sigurvegari síðasta árs, Bjarni Siguróli Jakobsson, fékk silfurverðlaun í keppninni um Matreiðslumann Norðurlandanna. Bjarni Siguróli ásamt Hafsteini Ólafssyni sem vann annað sætið og Garðar Kári Garðarsson sem fékk þriðja sætið eru allir í nýju Kokkalandsliði, segir í fréttatilkynningu.
KM hvetur alla til að fjölmenna og gera keppnina stærri og veglegri en nokkru sinni fyrr.
-
Markaðurinn6 dagar síðanBarþjónn óskast í fullt starf hjá Hótel Reykjavík Centrum
-
Markaðurinn6 dagar síðanSushi í nýjum búningi: Ofnbakað, rjómakennt og ómótstæðilegt
-
Markaðurinn7 dagar síðanFullkomið meðlæti eða forréttur: stökkar kartöflur með sósu
-
Vín, drykkir og keppni6 dagar síðanJim Beam mun stöðva framleiðslu tímabundið árið 2026 í kjölfar minnkandi áfengisneyslu á heimsvísu
-
Bocuse d´Or4 dagar síðanKeppnisröð Bocuse d’Or 2026 liggur fyrir, Snædís keppir 16. mars í Marseille
-
Keppni7 dagar síðanNorska kokkalandsliðið kynnir nýtt ungkokkalandslið fyrir Ólympíuleikana 2028
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanGleðileg jól og farsælt komandi ár, þökkum samfylgdina á árinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanBarr tekur yfir Noma í mars á meðan Noma dvelur í Los Angeles





