Keppni
Matreiðslumaður ársins 2013 | 27. – 29. september 2013

Verðlaunahafar í Matreiðslumaður ársins 2012
F.v. Garðar Kári Garðarsson (3. sæti), Bjarni Siguróli Jakobsson (1. sæti) og Hafsteinn Ólafsson (2. sæti)
Loksins er komið að því sem allir hafa beðið eftir. Klúbbur matreiðslumeistara hefur ákveðið dagsetningar á keppninni um Matreiðslumann ársins 2013. Keppnin verður að þessu sinni haldin dagana 27. – 29. september í Hótel- og matvælaskólanum, MK Kópavogi.
Forkeppnin
Forkeppnin verður haldin dagana á undan eins og venjan er og verður nánar greint frá þeim dagsetningum síðar. Nefndin um Matreiðslumann ársins mun leggjast undir feld til að ákveða hráefnin í keppninni og hvaða erlendu dómarar verða í dómnefndinni.
Til mikils að vinna
Það er til mikils að vinna í þessari keppni og má geta þess að sigurvegari síðasta árs, Bjarni Siguróli Jakobsson, fékk silfurverðlaun í keppninni um Matreiðslumann Norðurlandanna. Bjarni Siguróli ásamt Hafsteini Ólafssyni sem vann annað sætið og Garðar Kári Garðarsson sem fékk þriðja sætið eru allir í nýju Kokkalandsliði, segir í fréttatilkynningu.
KM hvetur alla til að fjölmenna og gera keppnina stærri og veglegri en nokkru sinni fyrr.
-
Markaðurinn20 klukkustundir síðanJóhannes Kristjánsson hefur hafið störf hjá Bako Verslunartækni (BVT)
-
Pistlar4 dagar síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Markaðurinn2 dagar síðanViltu reka kaffihús í hjarta Miðborgarinnar
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanBarþjónar fá einstakt tækifæri til að fylgjast með sérfræðingum að störfum
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanAtvinnurekendur bregðast við: Styttri opnun og færri vaktir á krám
-
Markaðurinn4 dagar síðanGlæsilegar nýjungar fyrir veitingastaði: Phoenix línan, fjölhæfar skvísur og nýir veislubakkar
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðanÁfengislaust freyðivín Elton Johns komið í sölu í Bretlandi





