Axel Þorsteinsson
Mads Refslund – Dill
Food & Fun keppandinn hjá Dill í ár er Mads Refslund, einn af stofnendum NOMA þar sem hann var yfirkokkur ásamt René Redzepi.
Mads hefur verið og er einn af fremstum mönnum í „new nordic cuisine,,. Stofnandi Michelin stjörnu staðnum MR og er vinsæll sem fyrirlesari við allskyns mataruppákomur. Sem strákur þá langaði honum alltaf að verða rithöfundur en þegar hann lauk grunnskóla þá ákvað hann að eltast við annan draum sem hann hafði, matreiðsla. Eftir það er hann í miklu uppáhaldi hjá gagnrýnendum fyrir sýna einstaka sköpunarhæfileikar og ástríða fyrir fisk og grænmeti.
Sannarlega heiður að fá að njóta kvöldstund á Dill og fá æðislegan mat og TOPP þjónustu frá Gísla „forseta,, Jensson, með matnum þá fræddi hann okkur um vín, bjór og hafði góðar sögur að segja í kringum það.
Mads bauð upp á:
Maður getur borðað endalaust af þessu
Osturinn alveg æðislegur og fullkominn með blómkálinu
Ótrúlega mikið nammi, naut hvern bita
Mikil hamingja
Besti fiskréttur á Food & fun, þeir hafa verið margir góðir en þessi sló öll met.
Virkilega skemmtilegur réttur, rauðbeðurnar komu skemmtilega á óvart með og vínið snilld, rauðbeður og kirsuber.
Eftir langt kvöld og bókstaflega hlaupið á milli veitingastaða þá var mjög gott að enda á Dill, setjast niður í þögnina á bókasafninu og slappa af með góðan mat, gott vín og góðan félagskap.
Algjör draumur. Takk fyrir okkur!
Myndir: Björn
/Axel
Allar Food and fun fréttir og umfjallanir hér.
![]()
-
Markaðurinn3 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Keppni3 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Markaðurinn2 dagar síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Starfsmannavelta5 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Markaðurinn3 dagar síðanYfirmatreiðslumaður óskast til Marinar ehf. í fullt starf
-
Markaðurinn3 dagar síðanÍslendingar pöntuðu hamborgara, franskar og helling af kokteilsósu
-
Markaðurinn2 dagar síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra
-
Frétt2 dagar síðanMatfugl innkallar ferskan kjúkling vegna gruns um salmonellu


















