Smári Valtýr Sæbjörnsson
La Luna við Rauðarárstíg lokar og selur La Luna pizzur í keiluhöllinni í Egilshöll og í Öskjuhlíð
Það er með miklum trega sem við verðum að tilkynna ykkur að vegna mikilla samskiptaörðugleika við umsjónarmenn húsnæðis sem La Luna er staðsett í neyðumst við til að loka fyrirtækinu á Rauðarárstíg þann 01-09 næstkomandi. Við ætlum að loka hér á Rauðarárstíg en opnum vonandi á betri stað síðar í mánuðinum eða þeim næsta.
, segir í tilkynningu á facebook síðu La Luna, og hafa eigendur leitað af rétta húsnæði síðastliðna mánuði fyrir pizzustaðinn og nú er svo komið að því, en um helgina opnar La Luna í keiluhöllinni í Egilshöll og Öskjuhlíð.
Það er Þorleifur Jónsson sem er meðal annars eigandi af La Luna, en hann átti Eldsmiðjuna til fjölda ára og seldi hana árið 2007.
Leiðrétting:
Athugið, að verið er að innleiða La luna pizzur á veitingastaði Keiluhallarinnar og er fyrst í boði á Fellini Egilshöll og á næstu vikum munu La Luna pizzurnar verða í boði á veitingastaðnum Rúbín í Öskjuhlíð.
Mynd: af facebook síðu Fellini.
![]()
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel6 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Markaðurinn2 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Markaðurinn7 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Keppni2 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Markaðurinn6 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn
-
Starfsmannavelta4 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Markaðurinn2 dagar síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan„Ég hélt fyrst að þetta væri svindl“ segir Róbert um fyrstu samskipti við Teya






