Frétt
Kaka ársins í Bretlandi 2013 – Spurning til LABAK
Verðlaunaafhendingin um Köku ársins í Bretlandi 2013, fór fram 17 júlí þessa árs, á London Park Lane hótel, undir stjórn Will Torrent margverðlaunuðum skúkkulaði og eftirréttagerðarmanni.
Sú sem varð fyrir valinu var „Dome Chocolat et au Praline Feuillete“ frá bakaríinu“ Dunbar´s Dome“ í Dunbar Skotlandi.
Sá sem ræður þar ríkjum heitir Ross Baxter og má til gamans geta þess að þeir unnu líka keppnina um bestu bakarís kökuna.
Hægt er að kaupa kökuna í bakaríinu og kostar stykkið 3,55 pund.
Hér að neðan getur að líta listann yfir verðlaunin sem veitt voru:
- Bake at Home Cake – The Half-Baked Cake Company, Lemon & Lime Drizzle Cake
- Bakery Shop Cake – The Bakery Dunbar, Dome Chocolat et au Praline Feuillete
- Celebration/Novelty Cake – Fleur de Sel, House Dark Chocolate Cake
- Freefrom Cake – Aulds Delicious Desserts, Gluten-free Belgian Chocolate Cheesecake
- Supermarket Cake – Morrisons Heavenly Red Velvet Cake by Claire Clark
- Tea Room Cake – Yauatcha, Chocolate and Raspberry Rose and The Garden Café’s Apricot and Coconut Cake
- Cake of the Year – The Bakery Dunbar, Dome Chocolat et au Praline Feuillete
Spurning til landsambands bakarameistara (LABAK), hvort ekki sé komin tími á að kaka ársins á Íslandi sé einnig gerð í skammtastærð því þannig er það í Danmörku og svona er það í Bretlandi?
Myndir: fengnar af netinu
-
Bocuse d´Or1 dagur síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni2 dagar síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Markaðurinn3 dagar síðanFerskt og litríkt sætkartöflusalat sem hentar við öll tilefni
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel11 klukkustundir síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Keppni4 dagar síðanKeppni í jólapúns í Jólaportinu: Veitingahús etja kappi til styrktar Sorgarmiðstöðinni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanSkandinavískt jólahlaðborð á Síldarkaffi vekur mikla athygli – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanSykurverk opnar smáköku- og kaffihúsa pop up í Iðunn mathöll fyrir jólin
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanTom Kerridge stígur til hliðar frá Pub in the Park








