Smári Valtýr Sæbjörnsson
K-bar verður nú bæði kaffihús og veitingastaður
Eigendur K-bar fengu heimsókn frá bóndanum sem býr til kaffið sem verður á boðstólum hjá þeim. „Hann heitir Luis Velez,“ segir Ólafur Örn Ólafsson á K-bar í samtali við fréttablaðið.
Metnaður Luis Velez í lífinu er að búa til besta kaffið í heiminum. Hann er nýfarinn að rista kaffið heima hjá sér. Leiðin af akrinum styttist töluvert við það. Við flytjum það inn beint hingað í lofttæmdum umbúðum, þannig að það skilar sér til okkar í sama ástandi og það var í fyrir mánuði í Kólumbíu. Við viljum halda því fram að varan sé ferskari fyrir vikið.
Í næstu viku verður K-bar opnaður fyrr á morgnana og þá verður boðið upp á þetta kólumbíska kaffi. Hingað til hefur K-bar fyrst og fremst verið veitingastaður en verður nú bæði kaffihús og veitingastaður, að því er fram kemur í Fréttablaðinu í dag.
Mynd: Aðsend
![]()
-
Bocuse d´Or1 dagur síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni2 dagar síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Markaðurinn3 dagar síðanFerskt og litríkt sætkartöflusalat sem hentar við öll tilefni
-
Keppni4 dagar síðanKeppni í jólapúns í Jólaportinu: Veitingahús etja kappi til styrktar Sorgarmiðstöðinni
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel10 klukkustundir síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanSkandinavískt jólahlaðborð á Síldarkaffi vekur mikla athygli – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanSykurverk opnar smáköku- og kaffihúsa pop up í Iðunn mathöll fyrir jólin
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanTom Kerridge stígur til hliðar frá Pub in the Park






