Smári Valtýr Sæbjörnsson
K-bar verður nú bæði kaffihús og veitingastaður
Eigendur K-bar fengu heimsókn frá bóndanum sem býr til kaffið sem verður á boðstólum hjá þeim. „Hann heitir Luis Velez,“ segir Ólafur Örn Ólafsson á K-bar í samtali við fréttablaðið.
Metnaður Luis Velez í lífinu er að búa til besta kaffið í heiminum. Hann er nýfarinn að rista kaffið heima hjá sér. Leiðin af akrinum styttist töluvert við það. Við flytjum það inn beint hingað í lofttæmdum umbúðum, þannig að það skilar sér til okkar í sama ástandi og það var í fyrir mánuði í Kólumbíu. Við viljum halda því fram að varan sé ferskari fyrir vikið.
Í næstu viku verður K-bar opnaður fyrr á morgnana og þá verður boðið upp á þetta kólumbíska kaffi. Hingað til hefur K-bar fyrst og fremst verið veitingastaður en verður nú bæði kaffihús og veitingastaður, að því er fram kemur í Fréttablaðinu í dag.
Mynd: Aðsend
![]()
-
Markaðurinn2 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Keppni3 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Markaðurinn2 dagar síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Starfsmannavelta4 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Markaðurinn3 dagar síðanYfirmatreiðslumaður óskast til Marinar ehf. í fullt starf
-
Markaðurinn2 dagar síðanÍslendingar pöntuðu hamborgara, franskar og helling af kokteilsósu
-
Markaðurinn1 dagur síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra
-
Frétt1 dagur síðanMatfugl innkallar ferskan kjúkling vegna gruns um salmonellu






