Axel Þorsteinsson
Jólagleði hjá Sushi Samba | „… klárlega með bestu sushi stöðum í bænum“
Það er allt að gerast hjá Sushi Samba eins og alla aðra daga hjá þeim. Jólaseðillinn er kominn í gang og það er seðill sem enginn á að láta fram hjá sér fara. Veitingageirinn.is fékk að upplifa seðilinn og var gaman að sjá hvernig jóla andinn kemur inn í með suðrænum og asískum áhrifum.
Sushi Samba er ný orðið tveggja ára og slóu þeir til heljarinnar veislu og buðu upp á tíu vinsælustu rétti staðarins á klikkuðu verði ásamt fleiri tilboðum, það má segja að það hafi verið dansað fram á kvöld inni á Sushi Samba.
Eins og alltaf er mjög vel tekið á móti manni um leið og inn er komið á staðinn, manni er vísað til borðs og kynntur vín og matseðill staðarins, mikið líf er inni á staðnum og þjónar mjög borsmildir. Allt kvöldið þjónaði Þórdís okkur og ég hef sjaldan fengið jafn góða þjónustu þegar ég fer út að borða.
Orri Páll veitingastjóri staðarins kíkti við og átti nokkur orð við okkur, sagði okkur meðal annars aðeins frá afmælinu sem var haldið 18-19 nóvember og jólaseðlinum sem við vorum að fara gæða okkur á.
Jólaseðillinn byrjaði á Jóla Mojito:
Byrjaði vel, Mojito-ið kom mér í gott jólaskap
Ég er mikið fyrir tonkabaunir og laxinn sló alveg í gegn! Passion sósan var öðruvísi en setti jafnvægið á diskinn.
Beikonið og eplin voru algjör snilld og grísasíðan fullkomin. Grísa poppið „poppaði“ diskinn vel upp, alls ekkert að þessum disk!
- Sushi
- Sushi
- Sushi
- Sushi
Sushi:
Wasabi yuzu túnfiskur og Hreindýra sushi maki
Sushi Samba er klárlega með bestu sushi stöðum í bænum, ég er mikið fyrir yuzu en fann ekki fyrir því með túnfisknum.
Lambið bráðnaði alveg upp í manni og enda fullkomnlega eldað. Ekkert út á þennan disk að setja.
Klárlega fullkominn endir á frábæru kvöldi en til þess að segja einhvað þá mætti vera meiri vanilla í ris a la mande-inu.
Veitingageirinn.is vill óska Sushi samba enn og aftur til hamingju með afmælið og þakkar fyrir frábært kvöld. Topp matur. Topp þjónusta. Topp staður. Takk fyrir mig.
/Axel
![]()
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanMúlaberg slær öll met: Yfir 4.000 gestir í jólahlaðborð á fimm vikum
-
Kokkalandsliðið2 dagar síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn1 dagur síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni1 dagur síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðanMichael O’Hare opnar nýjan veitingastað eftir erfiðan kafla í rekstri
-
Markaðurinn6 dagar síðanJanúartilboð: Kjöt fyrir veitingastaði, mötuneyti og stóreldhús
-
Markaðurinn2 dagar síðanStóreldhúslausnir á einum stað hjá Bako Verslunartækni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðanMest lesnu fréttir ársins 2025
















