Keppni
Ísland í 2. sæti á heimsmeistaramóti í blöndun freyðivínsdrykkja
Guðmundur Sigtryggson framreiðslumaður á Hilton Reykjavík Nordica og núverandi íslandsmeistari í kokteil, lenti í öðru sæti í blöndun freyðivínsdrykkja á heimsmeistaramóti barþjóna IBA, sem haldið var í dag á Hilton Prague hótelinu í Prag í Tékklandi samhliða IBA ráðstefnunni. Þetta er einn besti árangur okkar síðustu ára. Í fyrsta sæti lentu Finnar og þriðja sæti Pólland.
Keppt var í 5 flokkum freyðivíns, long drink, Fancy, sætum og þurrum drykkjum, en heildarfjöldi keppanda var 56 talsins.
Úrslit úr öllum flokkum urðu þessi:
Úrslit í blöndun freyðivínsdrykkja:
1. sæti – Greta Gronholm – Finnland
2. sæti – Guðmundur Sigtryggson – Ísland
3. sæti – Piotr Szczypta – Pólland
Fancy kokteilar:
1. sæti – Deirdre Byrne – Írland
2. sæti – Juan Berrutti – Úrúgvæ
3. sæti – Jessie Ray Clasicas – Filippseyjar
Long drink kokteilar:
1. sæti – Gkovatsos Panagiotis – Grikkland
2. sæti – Stephanie Sieber – Austurríki
3. sæti – Teng Chi-Chu – Taiwan
Before Dinner kokteilar:
1. sæti – Naomi Takahashi – Japan
2. sæti – Francisco J. Lucas – Spánn
3. sæti – Kristo Tomingas – Eistland
After Dinner kokteilar:
1. sæti – Irina Stefanidi – Kýpur
2. sæti – Tudor Alexandru Valentin – Rúmenía
3. sæti – Martin Vogeltanz – Tékkland
Fyrsta sæti úr hverjum flokki keppir síðan annað kvöld um „Cocktail of the year“ og af þeim 6 keppendum eru fjórar konur.
Barþjónaklúbbur Íslands er aðili að IBA og sendir fulltrúa á mótin árlega.
/Agnar Fjeldsted skrifar frá Prag í Tékklandi
Yfirlit frétta er hægt að lesa með því að smella hér.
Twitter og Instagram: #veitingageirinn
-
Markaðurinn5 dagar síðanBarþjónn óskast í fullt starf hjá Hótel Reykjavík Centrum
-
Markaðurinn5 dagar síðanSushi í nýjum búningi: Ofnbakað, rjómakennt og ómótstæðilegt
-
Markaðurinn6 dagar síðanFullkomið meðlæti eða forréttur: stökkar kartöflur með sósu
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðanJim Beam mun stöðva framleiðslu tímabundið árið 2026 í kjölfar minnkandi áfengisneyslu á heimsvísu
-
Keppni6 dagar síðanNorska kokkalandsliðið kynnir nýtt ungkokkalandslið fyrir Ólympíuleikana 2028
-
Bocuse d´Or3 dagar síðanKeppnisröð Bocuse d’Or 2026 liggur fyrir, Snædís keppir 16. mars í Marseille
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanGleðileg jól og farsælt komandi ár, þökkum samfylgdina á árinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanBarr tekur yfir Noma í mars á meðan Noma dvelur í Los Angeles






