Sverrir Halldórsson
Hvar er draumurinn
Þetta lag varð vinsælt með hljómsveit sem heitir Sálin hans Jóns míns fyrir 25 árum eða svo og er ennþá geysivinsælt og í tilefni þeirra tímamóta sem eru hjá hljómsveitinni, þá ruddust þeir félagar Simmi og Jói á Hamborgarafabrikkunni fram og tjáðu heiminum að þeir hefðu fundið drauminn og yrði hann frumsýndur á fimmtudeginum 26 september, á Fabrikkunni og var hljómsveitin að sjálfsögðu á staðnum.
Ég fór núna á þriðjudeginum við annan mann til að upplifa þennann 25 ára draum sem loksins hafði fundist og hér er átt við Hamborgara úr nautalundum bættum með fitu í hamborgarabrauði án sesamfræja, með osti og ef menn vilja borga aðeins meira þá fæst steikt andalifur með, borinn fram með frönskum kartöflum og trufflubearnaise.
Þvílík dásemd sem hamborgarinn er og alvöru andalifur, gerði það að maður hálf kiknaði í hnjánum svo gott var það, sömuleiðis frönsku kartöflurnar alveg eðalfínar, en Bearnaisesósan var vandamálið því þarna var Foyot sósa á ferðinni með miklum kjötkraft sem drap alveg trufflubragðið, það er ekki kjötkraftur í Bearnaise sósu.
Einnig fengum við okkur Fabrikku skyrköku og var hún alveg prýðileg, kannski of kremuð og lítið skyrbragð í henni.
Það er gaman þegar list er tengd með list, það vill segja tónlist með matarlist og hafi þeir félagar bestu þakkir fyrir framtak sitt.
![]()
-
Bocuse d´Or2 dagar síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni2 dagar síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Markaðurinn4 dagar síðanFerskt og litríkt sætkartöflusalat sem hentar við öll tilefni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanTom Kerridge stígur til hliðar frá Pub in the Park
-
Markaðurinn2 dagar síðanParmaskinka á 50% afslætti hjá Stórkaup
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanUppselt á hátíðarkvöldverð Klúbbs matreiðslumeistara í Hörpu
-
Markaðurinn3 dagar síðanDrykkur kynnir glæsilega jólagjafapakka fyrir fyrirtæki og vini










