Smári Valtýr Sæbjörnsson
Hrossablót í Hótel Varmahlíð | Þessi kokteill getur ekki klikkað
Hið árlega Hrossablót í Hótel Varmahlíð verður haldið laugardagskvöldið 12. október næstkomandi klukkan 19:00, en þar mun Hinrik Carl Ellertsson matreiðslumeistari á Spírunni láta til sín taka í eldhúsinu þetta kvöld.
Boðið er upp á fimm rétta veislu þar sem hrossakjötið verður í aðalhlutverki og verðið er 8500 krónur á mann, en sérstakt Hrossablótstilboð er í gangi sem hægt er að lesa nánar til um á heimasíðu Hótel Varmahlíðar.
Veislustjórn verður í öruggum höndum Gunnars Sandholts, ræðumaður kvöldsins verður Hinrik Már Jónsson og tónlistarflutningur í höndum þeirra Skúla Gautasonar og Þórhildar Örvarsdóttur.
Þessi kokteill getur ekki klikkað.
[wpdm_file id=26]
Meðfylgjandi myndir eru frá Hrossablótinu í fyrra:
Myndir: frá facebook síðu Hótel Varmahlíðar.
![]()
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel6 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Markaðurinn24 klukkustundir síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Markaðurinn6 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Keppni2 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Markaðurinn6 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn
-
Starfsmannavelta3 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan„Ég hélt fyrst að þetta væri svindl“ segir Róbert um fyrstu samskipti við Teya












