Smári Valtýr Sæbjörnsson
Glæsileg veisla á Microbar | Matur beint frá bónda og bjór paraður með
Microbar við Austurstræti 6 býður gestum upp á glæsilega veislu, þar sem gestakokkurinn Hinrik Carl Ellertsson matreiðslumeistari töfrar fram sex rétta kvöldverð.
Matseðillinn er eftirfarandi:
- Íslensk gulrót frá Flúðum í öllu sínu veldi á nokkra mismunandi vegu
- Kjötsúpa eins og Hinni gerir hana með nautakjöti frá Útvík, kartöflum frá Hofstaðaseli, kornhænueggjum og bjór
- Fullkomlega eldaðuð bleikja frá Hólum með bjórsoðnu byggi að austan ásamt rúgbrauði og rifsberjum týndum í garðinum hans Hinna
- Svína “rif “ frá Bjarteyjarsandi löðrandi í soðgljáa, nýbökuðu bjórbrauði ásamt heimagerðum ferskosti
- Grillað naut frá Útvík ásamt hvítlauk, vorrúllu, bjórsósu og rauðkáli
- Of blaut brownie með íslenskum landnámshænueggjum ásamt Stout butterscotch sósu
Þessi herlegheit verða í boði á morgun miðvikudaginn 19. febrúar og verður mismunandi bjór paraður við hvern rétt.
Matur beint frá bónda og bjór paraður með því er góð blanda, en viðburðurinn hefst á slaginu 19:30. Allar nánari upplýsingar á facebook síðu Microbar.
Mynd: af facebook síðu Microbar.
![]()
-
Markaðurinn1 dagur síðanJóhannes Kristjánsson hefur hafið störf hjá Bako Verslunartækni (BVT)
-
Pistlar4 dagar síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Markaðurinn2 dagar síðanViltu reka kaffihús í hjarta Miðborgarinnar
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanBarþjónar fá einstakt tækifæri til að fylgjast með sérfræðingum að störfum
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanAtvinnurekendur bregðast við: Styttri opnun og færri vaktir á krám
-
Markaðurinn4 dagar síðanGlæsilegar nýjungar fyrir veitingastaði: Phoenix línan, fjölhæfar skvísur og nýir veislubakkar
-
Vín, drykkir og keppni9 klukkustundir síðanÞessir barir og barþjónar eru tilnefndir til BCA á Íslandi






