Nemendur & nemakeppni
Freisting.is boðið upp á kaffidrykki sem 101 lopatreflar drekka
Þriðjudaginn 5. mars síðastliðinn var blásið til veislu í þjónakennslurými Hótel og matvælaskólans í MK. Árlegur Café MK dagur var haldin en þá taka höndum saman þjóna- og bakaranemar skólans og slá upp veislu með nýbökuðu bakkelsi, kökum og kruðeríi og nýlöguðu kaffi eftir kúnstarinnar reglum allt frá hefðbundinni uppáhellu í öllu framandlegri kaffidrykki sem 101 lopatreflar drekka og kennt er við Latte.
Niðurstaðan: Ljúffengar kaffiveitingar og gott kaffibrauð í alla staði, alltaf gaman að koma uppí skóla og gaman að fá að fylgjast með því sem verið er að gera innan deilda skólans.
Margt var um gesti á staðnum auk þess sem kunn andlit bakarageirans litu við, t.a.m. þeir Gunnlaugur Örn Valsson Sælkeradreifingu og Bergsveinn Arilíusson bakaradrengur og söngfugl með meiru.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Markaðurinn5 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn4 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan„Ég hélt fyrst að þetta væri svindl“ segir Róbert um fyrstu samskipti við Teya
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel6 dagar síðanBæjarins Beztu Pylsur opna á Hellu með sérstöku opnunartilboði fyrir heimamenn
-
Starfsmannavelta4 dagar síðanEndapunktur á áratuga sögu – Heilsuhúsið kveður
-
Starfsmannavelta2 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn



















