Smári Valtýr Sæbjörnsson
Fjöreggið leitar eftir ábendingum
Þekkir þú til fyrirtækis, stofnunar eða einstaklings sem sýnt hefur frumkvæði og skarað fram úr á matvæla- og/eða næringarsviði?
Matvæladagur Matvæla- og næringarfræðafélags Ísland (MNÍ) verður haldinn í 21. sinn miðvikudaginn 16. október næstkomandi. Á matvæladeginum verða veitt árleg verðlaun, „FJÖREGG MNÍ,“ fyrir lofsvert framtak á matvæla og/eða næringarsviði. Fjöreggið, sem er íslenskt glerlistaverk, hannað og framleitt hjá Gleri í Bergvík, hefur frá upphafi verið veitt með stuðningi frá Samtökum iðnaðarins, en upplýsingar um „fjöregg“ fyrri ára má finna á heimasíðu samtakanna hér.
Allir eru hvattir til að benda á vörur eða gott framtak einstaklinga, stofnana eða fyrirtækja sem sýnt hafa frumkvæði og skarað fram úr á matvæla- og/eða næringarsviði og eru þess verðug að keppa til verðlaunanna. Mikilvægt er að setja fram rökstuðning með ábendingunni.
Tilnefningar á að senda á netfang Matvæla- og næringarfræðafélags Íslands, [email protected] eða á Fjöreggsnefndina fyrir 4. september næstkomandi, segir í fréttatilkynningu frá Fjöreggsnefndinni.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanMúlaberg slær öll met: Yfir 4.000 gestir í jólahlaðborð á fimm vikum
-
Kokkalandsliðið2 dagar síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn2 dagar síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðanMichael O’Hare opnar nýjan veitingastað eftir erfiðan kafla í rekstri
-
Markaðurinn2 dagar síðanStóreldhúslausnir á einum stað hjá Bako Verslunartækni
-
Markaðurinn6 dagar síðanJanúartilboð: Kjöt fyrir veitingastaði, mötuneyti og stóreldhús
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 dagar síðanMest lesnu fréttir ársins 2025





