Veitingarýni
Borðstofan: „…ég veit ekki hvert ég ætlaði í huganum með þessa geggjuðu munnfyllingu“
Í tilefni 1 árs afmæli Hannesarholt menningarhúss þann 8. febrúar 2014, gerði ég mér ferð niður á Grundarstíg 10 þar sem hús Hannesar Hafstein er, en í húsinu er rekin veitingastaður sem kallast Borðstofan og hefur verið rekin frá október 2013 af Sveini Kjartansyni matreiðslumeistara.
Þetta var laugardagshádegi sem ég mætti, var vísað til borð og fenginn matseðillinn og boðið eitthvað að drekka, bað um kók light á kantinn og eldhúsið mætti ráða hvað ég fengi.
Svo kom diskur með dögurði og á honum var:

Kryddjurtabætt eggjakaka, eggjabaka (Royal), bakaður tómatur, reyktur lax, ferskt salat, nýbakað brauð og smjör, túnfisksalat, ávextir og glas af appelsínusafa.
Þetta smakkaðist alveg fantavel og sá maður og fann að það var sál í matnum, og gert kannski aðeins öðruvísi en annars staðar sem gefur þessu enn meiri karakter.
Í ábætir fékk ég heimalagaða súkkulaðiköku með blautri karamellufyllingu og handþeyttum rjóma og þvílík sæla, ég veit ekki hvert ég ætlaði í huganum með þessa geggjuðu munnfyllingu.
Þjónustan var alveg til fyrirmyndar og manni leið virkilega vel þarna inni og á maður eftir að reka inn trýnið inn þarna aftur.
![]()
-
Bocuse d´Or3 dagar síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni4 dagar síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun14 klukkustundir síðanVendoro einfaldar pantanir og samskipti í veitingageiranum: Árni Þór Árnason matreiðslumaður segir frá þróun appsins
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanSmassaður jólaborgari með purusteik og camembert sló í gegn – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanTom Kerridge stígur til hliðar frá Pub in the Park
-
Markaðurinn4 dagar síðanParmaskinka á 50% afslætti hjá Stórkaup
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanUppselt á hátíðarkvöldverð Klúbbs matreiðslumeistara í Hörpu



















