Veitingarýni
Borðstofan: „…ég veit ekki hvert ég ætlaði í huganum með þessa geggjuðu munnfyllingu“
Í tilefni 1 árs afmæli Hannesarholt menningarhúss þann 8. febrúar 2014, gerði ég mér ferð niður á Grundarstíg 10 þar sem hús Hannesar Hafstein er, en í húsinu er rekin veitingastaður sem kallast Borðstofan og hefur verið rekin frá október 2013 af Sveini Kjartansyni matreiðslumeistara.
Þetta var laugardagshádegi sem ég mætti, var vísað til borð og fenginn matseðillinn og boðið eitthvað að drekka, bað um kók light á kantinn og eldhúsið mætti ráða hvað ég fengi.
Svo kom diskur með dögurði og á honum var:

Kryddjurtabætt eggjakaka, eggjabaka (Royal), bakaður tómatur, reyktur lax, ferskt salat, nýbakað brauð og smjör, túnfisksalat, ávextir og glas af appelsínusafa.
Þetta smakkaðist alveg fantavel og sá maður og fann að það var sál í matnum, og gert kannski aðeins öðruvísi en annars staðar sem gefur þessu enn meiri karakter.
Í ábætir fékk ég heimalagaða súkkulaðiköku með blautri karamellufyllingu og handþeyttum rjóma og þvílík sæla, ég veit ekki hvert ég ætlaði í huganum með þessa geggjuðu munnfyllingu.
Þjónustan var alveg til fyrirmyndar og manni leið virkilega vel þarna inni og á maður eftir að reka inn trýnið inn þarna aftur.
![]()
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanMúlaberg slær öll met: Yfir 4.000 gestir í jólahlaðborð á fimm vikum
-
Kokkalandsliðið2 dagar síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn2 dagar síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðanMichael O’Hare opnar nýjan veitingastað eftir erfiðan kafla í rekstri
-
Markaðurinn2 dagar síðanStóreldhúslausnir á einum stað hjá Bako Verslunartækni
-
Markaðurinn6 dagar síðanJanúartilboð: Kjöt fyrir veitingastaði, mötuneyti og stóreldhús
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 dagar síðanMest lesnu fréttir ársins 2025



















