Bocuse d´Or
Bocuse d´Or á Íslandi: keppnisfyrirkomulag, skylduhráefni | Sækja um keppnisrétt hér
Eins og fram hefur komið þá hefur yfirstjórn Bocuse d´Or keppninnar í Lyon óskað eftir því að Bocuse d´Or Akademía Íslands haldi undankeppni hér á Íslandi svo allra formsatriða sé gætt.
Keppnisstaður og dagsetning:
- Hótel og Matvælaskólanum í Menntaskólinn í Kópavogi þann 18. janúar 2014.
Fyrirkomulag:
- Keppendur verða að elda fyrir 8 manns, allt á diskum sem verða ahentir á staðnum.
- Það þarf að elda tvo aðalrétti, annars vegar fiskrétt og svo kjötrétt (ath. ekki forrétt og aðalrétt)
Skylduhráefnið er:
- Fiskréttur:
ufsi skal vera að lágmarki 40% af réttinum ásamt tveimur meðlætum og sósu. - Kjötréttur:
svínalæri skal vera að lágmarki 40% af réttinum ásamt tveimur meðlætum og sósu. - Keppendur hafa 5 tíma í eldhúsinu til að skila fiskréttinum og síðan 30 mínútum seinna skal skila kjötréttinum.
Sækja um keppnisrétt og nánari upplýsingar:
- Allar aðrar upplýsingar má nálgast hjá Sturlu Birgissyni í síma 694 6311 eða á netfangið [email protected]
Mynd: sirha.com

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Kokkur á miðunum: Guðmundur H. Helgason eldar fyrir áhöfn Breka VE – Fylgist með á Snapchat: Veitingageirinn
-
Keppni4 dagar síðan
Frábær árangur í Global Chef Challenge – Hinrik Örn og Andrés tryggja sér sæti í Global Chef Challenge 2026
-
Keppni5 dagar síðan
Hinrik og Andrés skila glæsilegum réttum í Global Chefs Challenge – Myndir
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun20 klukkustundir síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni22 klukkustundir síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Keppni4 dagar síðan
Verður þú hraðasti og snyrtilegasti barþjónninn?