Matthías Þórarinsson
Barþjónakeppnin B&B 2014
„Inspired by Björk og Birkir„ kokteilkeppni fer fram á Hótel Marina 3. apríl 2014 í samvinnu við Barþjónaklúbb Íslands.
Björk og Birkir eru einstakir íslenskir áfengir drykkir unnir úr íslensku birki og birkisafa, framleiddir af Foss distillery. Birkir er snarpur snafs, Björk er sætur mildur líkjör, báðir drykkirnir eru með ríkjandi birkibragði.
Á bak við Foss distillery standa feðginin Jakob S. Bjarnason mjólkurfræðingur og Elsa María Jakobsdóttir félagsfræðingur ásamt Gunnari Karli Gíslasyni matreiðslumeistara og Ólafi Erni Ólafssyni barþjóni ásamt fleiru góðu fólki.
Björk og Birkir hafa fengið glimrandi móttökur og frábæra dóma, jafnt hér heima sem erlendis, segir í fréttatilkynningu. Nú er um að gera að leyfa sköpunargleðinni að njóta sín.
Dagskráin á Hótel Marina:
Kl. 19:00 „Master Class“ kynning um tilurð og framleiðslu B & B fyrir fagfólk og unnendur í fundarsalnum – Jakob S. Bjarnason og Ólafur Örn Ólafsson leggja allt á borðið.
Kl. 20:00 Kokteilkeppnin hefst:
Þátttökuskilyrði:
- Einstaklingskeppni með frjálsri aðferð. Sköpum til að njóta.
- Hver einstaklingur má nota sex efnishluta, mest 7 cl. af áfengi, 3 cl. af Björk eða Birki er skilyrði
- Skráningarfrestur og skil á uppskrift er 1. apríl 2014. ( til [email protected] )
- Glæsileg verðlaun, þar á meðal vinnur sigurvegarinn fría ferð og þátttökurétt í kokteilkeppni sem fer fram í borginni Prag í vor og keppir þar fyrir hönd BCI og Íslands.
Mynd: Matthías
![]()
-
Bocuse d´Or2 dagar síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni2 dagar síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Markaðurinn4 dagar síðanFerskt og litríkt sætkartöflusalat sem hentar við öll tilefni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanTom Kerridge stígur til hliðar frá Pub in the Park
-
Markaðurinn2 dagar síðanParmaskinka á 50% afslætti hjá Stórkaup
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanUppselt á hátíðarkvöldverð Klúbbs matreiðslumeistara í Hörpu
-
Markaðurinn3 dagar síðanDrykkur kynnir glæsilega jólagjafapakka fyrir fyrirtæki og vini






