Axel Þorsteinsson
Allt að verða klárt fyrir morgundaginn
Súkkulaði strákarnir Axel Þorsteinsson bakari & konditor og keppandi, Hinrik Carl Ellertsson matreiðslumeistari og aðstoðarmaður Axels eru í óða önn að koma sér fyrir á keppnissvæðinu á matvælasýningunni Foodexpo í Herning í Danmörku.
Hér eru allir mjög spenntir fyrir morgundeginum og leggst keppnin vel í mannskapinn.
, sagði Axel hress í samtali við Veitingageirinn.is.
Axel er fulltrúi Íslands í keppninni „The Nordic Championship in Showpiece“ og gerir glæsilegt listaverk úr súkkulaði sem er 1.40 metrar á hæð. Axel og Hinrik eru búnir að fullklára listaverkið í nokkrum hlutum hér á Íslandi sem verður síðan sett saman á keppnisstað. Keppnin hefst á morgun þriðjudaginn 18. mars, klukkan 10 á íslenskum tíma og lýkur keppnin klukkan 14:00 og í beinu framhaldi verða úrslitin kynnt eða um klukkan 15:00.
Mynd: Björn Ágúst Hansson.
![]()
-
Markaðurinn2 dagar síðanJóhannes Kristjánsson hefur hafið störf hjá Bako Verslunartækni (BVT)
-
Markaðurinn3 dagar síðanViltu reka kaffihús í hjarta Miðborgarinnar
-
Vín, drykkir og keppni24 klukkustundir síðanÞessir barir og barþjónar eru tilnefndir til BCA á Íslandi
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðanBarþjónar fá einstakt tækifæri til að fylgjast með sérfræðingum að störfum
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðanAtvinnurekendur bregðast við: Styttri opnun og færri vaktir á krám
-
Markaðurinn5 dagar síðanGlæsilegar nýjungar fyrir veitingastaði: Phoenix línan, fjölhæfar skvísur og nýir veislubakkar
-
Frétt3 dagar síðanÞegar þorrablót ganga í garð. Hvað þarf að hafa í huga varðandi matvælaöryggi?
-
Keppni23 klukkustundir síðanTíu barþjónar tryggja sér sæti í úrslitum Bláa Safírsins






