Matthías Þórarinsson
60 ný hótelherbergi við Hótel Reykjavík Marina við Mýrargötu

Á lóðinni vestan við hótelið eru tvö hús og verða þau hluti af hótelinu en á milli þeirra og hótelsins verður reist ný bygging
Undirbúningur er hafinn vegna 60 herbergja viðbyggingar við Icelandair Hótel Reykjavík Marina við Mýrargötu í Reykjavík og er stefnt að því að framkvæmdum verði lokið 1. maí á næsta ári.
Fyrirtækið JE Skjannar ehf. byggingaverktakar keypti gamla Slipphúsið 2003 og sumarið 2009 sóttu eigendurnir, Einar Ágústsson og Jens Sandholt, um að fá að breyta húsinu í hótel. Hrunið setti strik í reikninginn en 2011 gerðu þeir samning við forsvarsmenn Flugleiðahótela og um ári síðar, 18. apríl 2012, var Icelandair Hótel Reykjavík Marina formlega opnað.
Á lóðinni vestan við hótelið eru tvö hús og verða þau hluti af hótelinu en á milli þeirra og hótelsins verður reist ný bygging, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.
Á meðfylgjandi myndbandi sýnir þegar Veitingageirinn.is leit við á formlega opnunargleði Icelandair Hótel Reykjavík Marina sem haldinn var síðasta vetrardag miðvikudaginn 19. apríl 2012.
Mynd og vídeó: Matthías
![]()
-
Bocuse d´Or1 dagur síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni1 dagur síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Markaðurinn3 dagar síðanFerskt og litríkt sætkartöflusalat sem hentar við öll tilefni
-
Keppni4 dagar síðanKeppni í jólapúns í Jólaportinu: Veitingahús etja kappi til styrktar Sorgarmiðstöðinni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanSkandinavískt jólahlaðborð á Síldarkaffi vekur mikla athygli – Myndir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel7 klukkustundir síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanSykurverk opnar smáköku- og kaffihúsa pop up í Iðunn mathöll fyrir jólin
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanTom Kerridge stígur til hliðar frá Pub in the Park






