Freisting
Yndisauki.is – Sælureitur sælkerans
Yndisauki hefur fært vefinn í vefumsjónarkerfi sem gerir eigendum kleift að uppfæra texta og myndir á einfaldan hátt í gefnum vefskoðara.
Fyrirtækið Yndisauki ehf. var stofnað í apríl 2004 af einskærri matarást og með það að markmiði að setja upp fyrirmyndar sælkeraverslun að Lækjargötu 2a í Reykjavík. Markmiðið náðist og var verslunin opnuð í júlí 2004 og var starfrækt í tæp 2 ár. Reksturinn þróaðist hins vegar á þann veg að framleiðsla á sælkeravörum undir merki Yndisauka jókst sífellt. Það varð því úr að Yndisauki flutti í stærra og hentugra húsnæði í maí 2006 og rekstri verslunarinnar hætt. Sælkeravörur Yndisauka hafa nú náð töluverðri útbreiðslu og fást orðið í fjölmörgum verslunum. Að auki býður Yndisauki upp á veisluþjónustu í sérflokki sem hæfir við öll tækifæri.
Markmiðið er að geta stigið skrefinu lengra en gert hefur verið hér á landi og bjóða uppá sælkeravörur í hæsta gæðaflokki og eins miklu úrvali og möguleiki er hverju sinni. Í Yndisauka er allur metnaður lagður í það að veita mikla og góða þjónustu og ráðgjöf varðandi þær vörur sem í boði er.
Hvernig varð Yndisauki til?
Stofnendur og eigendur Yndisauka eru Guðbjörg Halldórsdóttir og Kristín Ásgeirsdóttir. Þær stöllur eru báðar ástríðufullar áhugakonur um mat og allt sem tengist lífsstíl sælkerans og er markmið þeirra að veita sem besta þjónustu og ráðgjöf.
Guðbjörg hefur frá unga aldri haft áhuga á öllu sem lýtur að mat og matargerð. Hún hugðist læra kokkinn fyrir margt löngu en örlögin tóku í taumana og eftir aðeins tæplega árs samningstíma hvarf hún til annarra starfa. Síðastliðinn áratug eða svo hefur hún starfað sem einkaþjálfari með góðum árangri og leiðbeint fólki, m.a. varðandi heilbrigt mataræði. Mataráhuginn hefur sem sagt alltaf verið til staðar.
Guðbjörg lærði svæðameðferð og nálastungur og hefur starfað við það samhliða einkaþjálfuninni undanfarin ár. Mataráhuginn og þjónustulundin kveiktu svo hugmyndina að Yndisauka upp úr áramótum 2004 og þá varð hreinlega ekki aftur snúið.
Krisín Ásgeirsdóttir hefur verið sælkeri síðan hún man eftir sér. Matreiðsluáhuginn kviknaði á unglingsárunum og síðan þá hefur allt sem við kemur matargerð skipað ríkan sess í lífi dömunnar. Árið 2000 útskrifaðist hún frá Hotel- og restaurantskolen í Kaupmannahöfn með sveinspróf sem smurbrauðsjómfrú. Kristín vann um nokkurt skeið hjá Jakobi Jakobssyni sem einnig var meistari hennar í náminu.
Ljósmyndun lærði stúlkan í Ljósmyndaskóla Sissu og upp frá því fór hún að mynda mat meðfram því að elda hann.
Í eitt og hálft ár sá hún um veitingar á Café Konditori Copenhagen.
Á haustmánuðum 2003 fór Kristín á kokkasamning á veitingastaðnum VOX á Nordica Hotel og naut þar skemmtilegrar handleiðslu færustu matreiðslumanna þessa lands.
Í apríl 2004 fékk Gubjörg Kristínu til liðs við sig. Saman unnu þær síðan að því að þróa hugmyndina og koma henni í framkvæmd og draumurinn varð síðan að veruleika 1. júlí sama ár.
Það var www.tonaflod.is sem sá um alla uppsetningu á nýja vef Yndisauka.
Heimasíða Yndisauka: www.yndisauki.is
Texti frá heimasíðu Yndisauka
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Veitingastaðurinn Parma flytur – Leó Máni: Við höfum fengið mjög góðar móttökur….
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Nýr veitingastaður opnar við gömlu höfnina í Reykjavík
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Matarupplifun í jólapakkann – Dineout gjafabréf gildir á yfir 300 veitingastaði
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Jólaborgarinn seldist upp
-
Uppskriftir4 dagar síðan
Ris a la mande ostakaka í glösum
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Íslenskt lambakjöt orðið verndað afurðaheiti í Bretlandi
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Ferskur kavíar er kominn í hús
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Ljúffengir léttkryddaðir andarleggir – fullkomin villibráð