Vertu memm

Markaðurinn

Wolt og Hagkaup taka höndum saman: Bylting í heimsendingum á matvöru

Birting:

þann

Wolt og Hagkaup taka höndum saman: Bylting í heimsendingum á matvöru

Sigurður Reynaldsson, framkvæmdarstjóri Hagkaup og Jóhann Helgason, forstöðumaður viðskiptastýringar hjá Wolt.

Wolt og Hagkaup hafa tilkynnt nýtt samstarf sem mun gera fjölbreytt vöruúrval Hagkaupa aðgengilegt fyrir heimsendingu í gegnum Wolt appið.

Samstarfið miðar að því að gera matvöruverslun aðgengilegri með því að gera viðskiptavinum kleift að panta fjölbreytt úrval af vörum Hagkaups á netinu og fá afhendingu á innan við klukkustund,

Nú geta notendur daglega verslað ferskt grænmeti, hreinlætisvörur og margt fleira með auknum þægindum í gegnum Wolt appið, beint úr verslunum Hagkaups í Skeifunni, ásamt Garðabæ, Spönginni og á Akureyri.

„Við erum mjög stolt af þessu samstarfi við Hagkaup, sem er jafnframt eitt stærsta og þekktasta vörumerki Íslands. Í raun er þetta bylting fyrir notendur að geta fengið matvöru senda heim á undir klukkustund.

Við erum ánægð með að gera daglega verslun sveigjanlegri og þægilegri fyrir notendur Wolt. Á fyrsta starfsári okkar lögðum við áherslu á að hafa fjölbreytt úrval af veitingastöðum en síðasta árið höfum við bætt við sífellt fleiri smásöluaðilum og þetta samstarf við Hagkaup spilar algjört lykilhlutverk í þeirri vegferð okkar,“

segir Jóhann Már Helgason, forstöðumaður viðskiptastýringar hjá Wolt á Íslandi.

Upphaflega munu Wolt bjóða upp á yfir 4000 vörunúmer í gegnum appið, en stefnt er að því að samtvinna Wolt fullkomlega við kerfi Hagkaups til að bjóða upp á mest allt úrvalið sem fæst í verslununum.

„Samstarfið við Wolt gefur okkur aðra leið til að ná til viðskiptavina okkar og uppfylla væntingar þeirra um þægindi og þjónustu. Við hlökkum til að sjá hvernig viðskiptavinir bregðast við þessum nýja valkosti,“

segir Sigurður Reynaldsson, framkvæmdastjóri Hagkaup.

Wolt hóf heimsendingar af veitingastöðum í Reykjavík í maí 2023 og hefur síðan vaxið og býður nú upp á fjölbreytt vöruúrval frá smávöruverslunum. Með tilkomu Hagkaup nálgast Wolt sannarlega markmiðið um að vera með „verslunarmiðstöðina í vasanum.“

Ef þú hefur áhuga á að auglýsa hér á veitingageirinn.is, hafðu þá samband við okkur á netfangið [email protected] og við sendum til baka allar upplýsingar. ... smellið hér til að lesa fleiri fréttir og tilkynningar frá styrktaraðilum vefsins.

Vínkjallarinn

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið