Markaðurinn
WMF framleiðir borðbúnað á heimsmælikvarða
Það þekkja flestir þýska fyrirtækið WMF sem framleitt hefur hágæða eldhúsáhöld í 165 ár.
Fyrirtækið selur í raun öll tæki og tól sem þarf við eldamennsku auk þess sem það selur borðbúnað, leirtau og glös. Samkvæmt WMF þá nota yfir 100 milljón manns WMF vörur daglega í heiminum.
Við já Bako Ísberg höfum verið umboðsaðili fyrir WMF stóreldhús um árabil og hafa vörurnar þeirra heldur betur slegið í gegn.
Margir þekkja vatnskönnurnar frá þeim sem eru með loki og síu þannig að klakar og annað helst í könnunni þegar helt er.
Hnífaparakassarnir þeirra eru á einstöku verði og höfum við verið með vinsælar týpur á lager á borð við Boston og Denver.
Í haust varð algjör sprenging í svokölluðum High Tea rekkum frá WMF en fólk getur valið hvaða stell eða diska það notar í rekkana sem seldir eru stakir.
Steikarhnífapörin og kjötmælarnir frá WMF eru hið mesta þarfaþing í eldhús allra landsmanna og það er hægt að ganga að því vísu að við í Bako Ísberg eigum þetta til.
WMF hefur unnið til fjölda verðlauna og þykir fyrirtækið í topp 3 sætunum í heiminum í dag þegar kemur að borðbúnaði.
Þú færð WMF í Verslun okkar Höfðabakka 9 sem og í netverslun okkar www.bakoisberg.is
-
Frétt2 dagar síðan
Nýr miðlægur listi yfir sveina með starfsréttindi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Veitingastaðurinn MAR opnar á Frakkastíg
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Fljótlegur hátíðareftirréttur – Einfaldasta skyrkaka í heimi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Flottir ekta ítalskir réttir og pizzur af betri gerðinni – Fagnaðu gamlárskvöldinu með stæl á Piccolo – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Veitingageirinn í jólaskapi
-
Nemendur & nemakeppni4 dagar síðan
Útskriftarnemendur Hótel- og matvælaskólans í MK tóku þátt í ýmsum keppnum og krefjandi verkefnum
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Óáfengir kokteilar frá ISH, danskur framleiðandi
-
Kokkalandsliðið4 dagar síðan
Jólakveðja frá Kokkalandsliðinu og Klúbbi matreiðslumeistara – Vídeó