Eldlinan
Vínuppboðið á Menningarnótt
Það er orðin árviss atburður uppboðið hjá Globus, en í ár var það haldið í Þinholtinu, veislusal Hótel Holts, laugardaginn 20 ágúst síðastliðin.
Fullt var útúr dyrum og komust færri að en vildu, enda orðin mjög vinsæl uppákoma í vínmenninguna hér á landi.
Mörg sjaldgæf vín voru á uppboðinu og má þar nefna Magnum flaska frá Baron Pichon de Longeuville 1991 sem er sjaldgæfur árgangur sem náist að bjarga frá frostinu og síðan og Camus Cognac Pionneau 1969 sem slegin var á aðeins 37,000 kr,-
Uppboðshaldarar voru Einar Thoroddsen og Dominique Plédel Jónsson, en þau sáu um að sveifla hamrinum og koma með ýmsa fróðleiksmola.
Eitt skemmtilegt atvik átti sér í stað á uppboðinu þegar einn gestur byrjaði að yfirbjóða sjálfan sig, en boðin hljóðuðu eitthvað á þessa leið: 5000, spjaldið upp -/ 5300, spjaldið aftur upp -/ 5500, spjaldið enn einu sinni upp -/ 5800 slegið!! Heimild
En þetta var víst ekki í eina skiptið sem hann yfirbauð sjálfan sig eða þar til að Einar Thoroddsen benti manninum vinsamlegast á að hann væri að yfirbjóða sjálfan sig.
Spurning hvort hann hafi haldið að þetta væri blævængur en ekki uppboðsnúmer.
-
Bocuse d´Or5 dagar síðanKeppnisröð Bocuse d’Or 2026 liggur fyrir, Snædís keppir 16. mars í Marseille
-
Vín, drykkir og keppni7 dagar síðanJim Beam mun stöðva framleiðslu tímabundið árið 2026 í kjölfar minnkandi áfengisneyslu á heimsvísu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanBarr tekur yfir Noma í mars á meðan Noma dvelur í Los Angeles
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðanGleðileg jól og farsælt komandi ár, þökkum samfylgdina á árinu
-
Starfsmannavelta3 dagar síðanRosewood London til sölu vegna lausafjárvanda eigenda
-
Frétt2 dagar síðanNew York herðir reglur um þjórfé, DoorDash og Uber segja ný lög grafa undan eftirspurn
-
Markaðurinn23 klukkustundir síðanÁr breytinga, mikilla anna og stórra ákvarðana. Pistill eftir Óskar Hafnfjörð Gunnarsson formann hjá Matvís
-
Keppni1 dagur síðanJólapúnsinn í Jólaportinu skilaði 200 þúsund krónum til góðs málefnis





