Vertu memm

Eldlinan

Vínuppboðið á Menningarnótt

Birting:

þann

Það er orðin árviss atburður uppboðið hjá Globus, en í ár var það haldið í Þinholtinu, veislusal Hótel Holts, laugardaginn 20 ágúst síðastliðin.

Fullt var útúr dyrum og komust færri að en vildu, enda orðin mjög vinsæl uppákoma í vínmenninguna hér á landi.

Mörg sjaldgæf vín voru á uppboðinu og má þar nefna Magnum flaska frá Baron Pichon de Longeuville 1991 sem er sjaldgæfur árgangur sem náist að bjarga frá frostinu og síðan og Camus Cognac Pionneau 1969 sem slegin var á aðeins 37,000 kr,-

Uppboðshaldarar voru Einar Thoroddsen og Dominique Plédel Jónsson, en þau sáu um að sveifla hamrinum og koma með ýmsa fróðleiksmola.

Eitt skemmtilegt atvik átti sér í stað á uppboðinu þegar einn gestur byrjaði að yfirbjóða sjálfan sig, en boðin hljóðuðu eitthvað á þessa leið:  5000, spjaldið upp -/  5300, spjaldið aftur upp  -/ 5500, spjaldið enn einu sinni upp -/ 5800 slegið!! Heimild

En þetta var víst ekki í eina skiptið sem hann yfirbauð sjálfan sig eða þar til að Einar Thoroddsen benti manninum vinsamlegast á að hann væri að yfirbjóða sjálfan sig.

Spurning hvort hann hafi haldið að þetta væri blævængur en ekki uppboðsnúmer.

[email protected]

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Auglýsingapláss
Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið