Uncategorized
Vínskólinn á ferð og flugi í haust
|
Það verður enginn svikinn við að skrá sig á námskeiðin hjá Vínskólanum í haust. Fjölbreytt dagskrá með ýmsa fróðleiksmola í boði og kemur víndrottningin Dominique til með að leiða sælkera í gegnum vín og matarmenningu, þá bæði hér á Íslandi og eins til Jerez í Andalúsíu, en sú ferð er 22. til 27. september.
Eftirfarandi er haustdagskrá Vínskólans:
Vínskólinn hefur ekki látið mikið í sér heyra í sumar, enda liggur námskeiðahald eðlilega að mestu niðri á sumrin, en það er ekki þar með sagt að ekkert hafi gerst hjá okkur, enda margir víngerðamenn á ferð um Ísland og mikið að gera á Gestgjafanum þar sem Vínsíðurnar okkar hafa tekið stakkaskiptum. En nú taka rigningar við af sólinni, ber og sveppir af grillmatnum, námskeið af fjalla- og tjaldferðum.
Á dagskránni í haust eru:
-
vinsælustu námskeiðin eins og Vín og ostar, Vín og Villibráð, Matur og Vín
-
námskeið sem margir hafa beðið um: syrpa (3 námskeið) fyrir þá sem vilja vita almennt meira um vín, Toskana
-
nýtt námskeið þar sem Eymar mun fara á kostum um bjór þar sem hann er algjörlega sérfróður
-
og margt annað.
Hópar geta pantað sérnámskeið eða skráð sig á námskeið sem eru á dagskrá – og eins og sést, fer Vínskólinn með glöðu geði út á land, er með einkabílstjóra og á góðum bíl ! Við skoðum saman þema, staðsetningu og dagsetningu líka ef óskað er.
Starfsemi skólans verður áfram á Hótel Reykjavík Centrum við Aðalstræti þar sem samstarfið hefur verið sérstaklega ánægjulegt, og 20% afsláttur verður á matnum í Fjalakettinum fyrir þá sem vilja panta borð sama dag og námskeiðin eru haldin.
Samstarf við Tapas Barinn: frá sunnudegi til fimmtudags, geta hópar (minnst 15 manns) bókað námskeið og mat í kjölfarið á sérkjörum. Nánari upplýsingar: [email protected]
Innritun fer fram í tölvupósti til [email protected], taka fram nafn, kennitölu, símanúmer og netfang.
FERÐ TIL JEREZ Í ANDALÚSÍU:
Vínskólinn fer með sérhóp 22. til 27. september til Jerez í Andalúsíu og hægt er að bæta 2 til 4 við. Þetta verður mjög skemmtileg ferð, Sherry bærinn Jerez er afar ljúfur og lifandi og vínhúsin frábær að heimsækja. Þeir sem áhuga hafa geta fengið dagskrána senda en verða að ákveða sig mjög fljótt. Verðið er um 80 000 kr (með smá fyrirvara).
Bestu kveðjur
Dominique
Vínskólinn (898 40 85)
www.vinskolinn.is
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Keppni3 dagar síðan
Björt framtíð í íslenskri matargerð – Matreiðsla, framreiðsla, kjötiðn og bakaraiðn í brennidepli á Íslandsmótinu um helgina
-
Frétt5 dagar síðan
Fuglaflensa veldur eggjaskorti: Veitingastaðir og bakarí í vanda
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Rafn Heiðar Ingólfsson tekur við sem veitingastjóri Olís – Rafn Heiðar: Cuisine.is verður óbreytt – gæluverkefni sem fær nægan tíma
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Kokteilar og smáréttir í nýjum búningi: Nýtt franskt brasserie opnar í Uppsala
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bolludagurinn – Choux au Craquelin með jarðarberjarjóma
-
Keppni2 dagar síðan
Leó Snæfeld Pálsson sigraði Tipsý og Bulleit kokteilkeppnina með drykknum Pink Pop
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Frægur vínsafnari hreinsaður af ásökunum um fölsuð vín
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Guy Fieri snýr aftur til Times Square – Opnar Chicken Guy í miðri Manhattan