Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Vinsæla vegan hlaðborðið að hætti Úlla snýr aftur

Birting:

þann

Úlfar Finnbjörnsson<br><i>Mynd: Birta Rán</i>

Úlfar Finnbjörnsson

Eftir tveggja ára pásu snýr vinsæla vegan hlaðborðið að hætti Úlfars Finnbjörnssonar aftur.

Sjá einnig hér: Bragðmikið og litríkt ferðalag

Viðburðurinn hófst 23. s.l. og stendur yfir til 29. janúar en vegan hlaðborðið er í boði bæði í hádeginu og á kvöldin á Grand Brasserie sem er staðsett á Hótel Reykjavík Grand.

Vegan hlaðborð - Grand Brasserie - Hótel Reykjavík Grand

Á hlaðborðinu er öllu til tjaldað og bornir fram alls konar vegan réttir sem kitla bragðlaukana.

Meðal rétta sem boðið er upp á:
Karrýkokossúpa með kóríander og lime
Grænmetis- og baunabollur með tómatcuminsósu
Rauðrófu Wellington með villisveppavinaigrette
OUMPH! með portóbello, kúrbít, byggi, sesamsósu, bökuðu blómkáli og brokkolí
Sítrónukaka
Gulrótarkaka með pistasíum
Hindberja- og súkkulaðimús

4.500 kr.- Hádegisverðarhlaðborð
6.500 kr.- Kvöldverðarhlaðborð

Myndir af hlaðborði: Ólafur Sveinn Guðmundsson

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið