Keppni
Vinningshafar í Íslandsmeistarakeppni í matarhandverki 2019
Verðlaunaafhending í Íslandsmeistarakeppni í matarhandverki fór fram nú um helgina, en afhending verðlauna og matarhátíð Matarauðs Vesturlands var haldin á Hvanneyri.
Sjá einnig: Íslandsmeistarakeppni í Matarhandverki
Frábær stemmning var á staðnum og glæsilegir fulltrúar matarfrumkvöðla og smáframleiðanda kynntu og seldu afurðir sínar. Hinn gríðarlegi fjöldi gesta er til merkis um virkilegan áhuga á íslensku matarhandverki.
Keppt var í 10 flokkum, en alls bárust 133 matvörur og drykkir. Vinningshafar Asksins voru:
Bakstur
Gull, Rúgbrauð – Brauðhúsið ehf
Silfur, Rúg hafrabrauð – Brauðhúsið ehf
Ber, ávextir og grænmeti
Gull, Þurrkaðir lerkisveppir – Holt og heiðar ehf
Silfur, Grenisíróp – Holt og heiðar ehf
Brons, Sólþurkkaðir tómatar – Garðyrkjustöðin Laugarmýri
Ber, ávextir og grænmeti – sýrt
Gull, Pikklaðar radísur – bjarteyjarsandur
Silfur, Kimchi, krassandi kóreönsk blanda – Huxandi Slf
Brons, Pylsukál, eitt með öllu – Huxandi slf
Ber, ávextir grænmeti, drykkir
Gull, Aðalbláberjate – Urta islandica ehf
Silfur, Krækiberjasafi – Íslensk hollusta ehf
Fiskur og sjávarfang
Gull, Birkireyktur urriði – matarhandverk úr fram-Skorradal
Silfur, heitreyktur makríll – Sólsker
Brons, Léttreyktir þorskhnakkar – Sólsker
Kjöt og kjötvörur
Gull, Gæsakæfa – Villibráð Silla slf
Silfur, Taðreykt hangikjöt – Sauðfjárbúið Ytra-Hólmi
Kjöt og kjötvörur, hráverkaðar
Gull, Rauðvínssalami – Tariello ehf
Silfur, Nautasnakk – Mýrarnaut ehf
Brons, Ærberjasnakk – Breiðdalsbiti
Mjólkurvörur
Gull, Sveitaskyr – Rjómabúið Erpsstaðir
Silfur, Búlands Havarti – Bíobú ehf
Brons, Basilikusmjör – Á Ártanga
Nýsköpun (2 með gull)
Gull, Bopp – Havarí
Gull, Söl snakk – Bjargarsteinn Mathús
Brons, Saltkaramellusíróp – Urta Islandica ehf
Nýsköpun drykkir
Gull, Glóaldin Kombucha Iceland – Kúbalúbra ehf
Silfur, Súrskot- safi úr Kimchi – Huxandi Slf
Brons, Rababaravín – Og natura
Fleiri myndir er hægt að skoða á mataraudur.is.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Ný bylgja í vínheiminum – Fyrsta áfengislausa vínverslunin opnar í hjarta vínborgarinnar Bordeaux
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Hvað er Heitast á BWW 2025? Sóley Björk og fremstu vínsérfræðingar heims afhjúpa leyndardóma Spænskra vína
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Súkkulaðið sem fór á flug á TikTok – Hvað er svona sérstakt við PortaNOIR?
-
Frétt2 dagar síðan
Fuglaflensa veldur eggjaskorti: Veitingastaðir og bakarí í vanda
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Rósasalat – Salatið sem fær diskinn til að blómstra – Uppskriftir með rósasalati
-
Keppni3 dagar síðan
Þessir keppendur komust áfram í úrslitakeppni Tipsý og Bulleit