Vertu memm

Uncategorized

Vínkynning á vínum frá Orlando Wyndham – Jacob´s Creek

Birting:

þann

Haldin á Hilton Nordica Hótel Fimmtudaginn 14 Febrúar. Umboðsaðili á Ísland er Mekka Wines&Spirits.

Mættur var fjöldi áhugamanna sem fagmanna að hlýða á boðskap Liam Minett vörumerkjastjóra hjá O.W. og smakka á þessum guðveigum frá nýja heiminum, þau ylmuðu vel og smökkuðust líka vel og koma þessi vín til að ylja gestum veitingahúsa um hjartarætur á næstunni, er þau fara í sölu hvert af öðru.

Kom mér það skemmtilega á óvart hvað góð verðlagning er á þessum vínum og flaug sú hugsun í gegn að sum væru bara ódýr og er það frábært.  Það vín sem stóð uppúr sem það besta að mínum smekk var Johann Shiraz/Cabernet þetta er Rolls í vínum.

Síðan mun hún Dominique skrifa meira faglega um þessa kynningu sem tókst í alla staði vel.

Smellið hér til að skoða fjölmargar myndir frá vínkynningunni í dag.

O.W. er ástralski armurinn Pernod Ricard Group og þar eru að finna framleiðendur eins og Wyndham og Jacob’s Creek – og í Nýja Sjálandi Montana og Stonelaeigh. Þessi vín hafa verið mjög öflugir á öllum mörkuðum og vínin sem við smökkuðum í kvöld voru meðal annars nýjar tegundir sem mældust mjög vel fyrir:

Auglýsingapláss

* Three Vines línan er eins og nafnið bendir til úr þremum þrúgum – hvíta er blanda af Sauvignon Blanc, Sémillon og Viognier, í alla staði ferskt, létt, aðlaðandi og ávaxtaríkt. Rauðvínið þar er Cabernet Sauvignon, Shiraz og Tempranillo sem er frekar óvanalegt en líka aðgengileg, mjúkt, ilmríkt og þægilegt. 

* Hugo Cabernet Sauvignon var höfugt og kröftugt, mikið mentól og eucalýptus, en mjúkt og ávaxtaríkt, dálítill bolti sem reis nokkuð hátt

* Johann (þar báðu sumir við borðið mitt að fá að skipta út Jóhann-nafnið fyrir eigið nafn!!) var topppurinn enda orðið í allt öðru verðflokki, shiraz eins og hún getur verið best, dæmigerð áströlsk, lífandi, ávaxtarík, þétt en silkimjúk.

Það var mjög ánægjulegt að kynnast þeirri hlíð á Jacob’s Creek og kynningin var einstaklega vel heppnuð.
Dominique

Ljósmyndir tók Matthías Þórarinsson | Texti: Sverrir Halldórsson og Dominique.

Auglýsingapláss

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið