Uncategorized
Vínkjallari Chiracs seldur á uppboði
Vín sem forseti Frakklands, Jacques Chirac, safnaði í borgarstjóratíð sinni í París, var boðið upp á uppboði í París í dag.
Höfðu margir beðið uppboðsins í ofvæni enda um eðalvín að ræða. Vínsafnarar alls staðar að úr heiminum tóku þátt í uppboðinu á fimm þúsund flöskum úr vínkjallara ráðhúss Parísarborgar.
Talið er að það takist að safna allt að milljón dala í uppboðinu sem stendur yfir í tvo daga. Mun fjárhæðin renna í borgarsjóð. Meðal þeirra vína sem seldust í dag eru tvær flöskur af árgangi 1986 af Romanee Conti rauðvíni frá Búrgúndí (Bourgone) en hvor flaska seldist á fimm þúsund evrur, 431 þúsund krónur.
Greint frá á Mbl.is
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Spennandi tækifæri
-
Bocuse d´Or2 dagar síðan
Myndir: Það styttist í herlegheitin – Sindri keppir fyrir Íslands hönd 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Frétt3 dagar síðan
Menntun í matvælaiðnaði ekki metin til launa í leikskólum – Kallað eftir endurskoðun
-
Frétt4 dagar síðan
Myllan innkallar heimilisbrauð
-
Pistlar3 dagar síðan
Gæðakerfi: Lykillinn að skilvirkum rekstri, minni sóun og ánægðari viðskiptavinir
-
Bocuse d´Or1 dagur síðan
Sindri keppir í Bocuse d´Or
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Útlit hins sígilda íslenska Brennivíns hefur verið uppfært – Ákveðin framþróun í bragði Brennivínsins m.a. með tærari kúmenkeim en áður var
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Wolt nær annarri sneið af pítsuumarkaðnum með samningi við Domino’s