Uncategorized
Vínin með matnum á Food n Fun
Nú stendur yfir fimmta Food n Fun hátíðin og hver að verða síðastur að panta sér borð á veitingastöðunum sem taka þátt í matarveislunni. Sérvalin vínlisti er í boði á stöðunum og þar má finna vín frá nokkrum þekktum framleiðendum á borð við Penfolds, Rosemount, Wolf Blass, Moet, Beringer og Masi. Verður hér staðnæmst við tvo síðastnefndu framleiðendurna og vín frá þeim sem boðið er uppá á Food n Fun.
Vínframleiðandinn Masi hefur verið leiðandi og áberandi í víngerð í
Beringer er einn þekktasti bandaríski vínframleiðandinn hérlendis og hafa vín fyrirtækisins notið mikilla vinsælda í allmörg ár. Fyrirtækið var stofnað í Kaliforníu af þýskum bræðrum árið 1876 og áhrifa þýskrar víngerðarhefðar hefur alla tíð gætt hjá fyrirtækinu. Beringer á margar af bestu ekrunum í Napa-dalnum og má nefna að Private Reserve-vínið þeirra er talið með bestu vínum Bandaríkjanna. Beringer North Coast Zinfandel sem í boði er á Food n Fun hefur þurra angan, vanilusykur og reyk, þroskað í munni, farið að þroskast en heldur sér vel, ekki síst með mat. segir Steingrímur Sigurgeirsson vínrýnir í umsögn sinni í Morgunblaðinu.
Greint frá á Vísir.is
Heiðar Birnir Kristjánsson
[email protected]
-
Frétt9 klukkustundir síðan
Sviðasulta og svínasulta valda sýkingum: Veisluþjónusta án starfsleyfis
-
Keppni1 dagur síðan
Sigurvegarar í Íslandsmóti matvæla- og veitingagreina 2025 – Myndaveisla
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Kokkur(ar) óskast til sumarstarfa á lítið sveitahótel
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Rafn Heiðar Ingólfsson tekur við sem veitingastjóri Olís – Rafn Heiðar: Cuisine.is verður óbreytt – gæluverkefni sem fær nægan tíma
-
Nemendur & nemakeppni2 dagar síðan
Tólf nemendur í matartækni hjá VMA
-
Bocuse d´Or2 dagar síðan
Ert þú næsti Bocuse d´Or keppandi Íslands? Umsóknarfrestur er til 1. mars 2025
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Veitingastaðir framtíðarinnar einblína á starfsfólkið
-
Frétt2 dagar síðan
Þjónar í New York vilja sanngjörn laun, ekki þjórfé