Vertu memm

Uncategorized

Vínin með jólamatnum

Birting:

þann

Það er að ýmsu að hyggja þegar vín eru valin með mat.  Fólk vill að sjálfsögðu gera  sérlega vel við sig í kring um hátíðarnar og er þá oftar en ekki bætt nokkrum krónum við í kaupin á vínunum með matnum.  En hvernig vín passa með jólamatnum?  Í þessu gildir sú einfalda regla að það vín sem maður vill drekka með matnum, og það vín sem manni líkar – passar.   Smekkur fólks er svo mismunandi að það er í raun ekki hægt að segja að eitt vín passi betur en annað.  En er auðvitað gaman að reyna að hitta á vín sem passar með því sem á borð er borið.

 

Í örstuttu máli langar mig til að benda á nokkur vín sem ég held að passi vel með ákveðnum mat.  Ég vil þó taka það fram að þetta er alls engin heilög sannindi og að smekkur minn þarf alls ekki að vera líkur þínum.  Einnig hefur meðlætið og sósan mikil áhrif á heildar bragðið af matnum, þannig að mörgu er að hyggja

 

Ef við byrjum á villibráðinni, rjúpu, hreindýri og gæs þá má hiklaust mæla með vönduðum Bordeaux vínum til dæmis frá St. Emilion, Châteauneuf-du-Pape frá Rhône, góð Barolo vín frá Ítalíu og einnig Gran Reserve vín frá Rioja.  Þessi vín koma öll frá gamla heiminum.  Frá nýja heiminum má mæla með vönduðum Shiraz vínum frá Ástralíu og Cabernet Sauvignon vínum frá Chile og Kaliforníu.

 

Það getur verið snúið að velja vín með hamborgarhrygg svo vel sé.  Salt og reykjarbragðið er erfitt vínum.  Ég hef bæði prófað kröftugt Shiraz frá Ástralíu og kælt Beaujolais Nouveau.  Bæði þóttu mér passa alveg ágætlega.  Einnig hef ég, eftir að hafa lesið það eftir mæta menn, drukkið þykkan og góðan Tokay Piont Gris frá Alsace sem mér þótti koma sérlega vel út. 

 

Kalkúnn verður væntanlega á borðum margra.  Með honum passar vel til dæmis létt Pinot Noir frá Bandaríkjunum, Beaujolais Nouveau nú eða létt Tokay Pinot Gris frá Alsace.

 

Hangikjötið er lang erfiðast af þessu.  Hægt væri að reyna það við kröftugan Gewürztraminer frá Alsace eða öflugasta víni gert úr Shiraz þrúgunni.  En ég ætla nú samt að mæla bara með malti og appelsíni, hver og einn á sína sérstöku uppskrift af þeim eðaldrykk.  Mér finnst til dæmis ómissandi að bæta smá kóki útí.

 

Og munum að hóflega drukkið vín gleður mannsins hjarta. 

 

Heiðar Birnir Kristjánsson

[email protected]

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Auglýsingapláss
Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið