Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Vinalegt kaffihús opnar í hjarta Reykjanesbæjar
Stefnumót er vinalegt kaffihús í hjarta Reykjanesbæjar sem opnar snemma á morgnana og þar fær fólk tækifæri til að hittast og ræða málefni dagsins yfir léttum morgunverði eða kaffibolla.
Eigendur eru Guðmunda Sigurðardóttir, Selma Kristín Ólafsdóttir, Gylfi Þór Ólafsson. Staðurinn sem er við Hafnargötu 28 opnaði laugardagskvöldið 31. janúar og tekur 50-60 í sæti.
Við leggjum mikinn metnað í kaffið okkar en undafarið hefur maturinn hjá okkur verið að slá í gegn. Þá hefur sérstaða okkar aðeins færst yfir í hann. Þannig ég myndi segja að sérstaða okkar væri maturinn og kaffið. Um helgar er stefnan svo aðeins öðruvísi. Við reynum sem sagt að höfða til eldri kynslóðinnar, en það er 20 ára aldurstakmark. Um helgar er kaffihúsastemning fram á nóttu, þar sem fólk kemur og fær sér vín, bjór og hina ýmsu kokteila sem við erum með í boði.
, sagði Selma Kristín Ólafsdóttir í samtali við veitingageirinn.is aðspurð um sérstöðu kaffihússins.
Vinsælustu kokteilarnir eru vatnajökull og bárðabunga, en þá kokteila hönnuðu eigendur ásamt fleirum öðrum kokteilum.
Girnilegur matseðill og verðlagið er hóflegt, en í boði er klúbbsamloka, grillsamloka með kjúklingi, kjúklingasalat, súpa dagsins, Amerískar pönnukökur með sírópi, heit brownie, vöfflur með súkkulaði og rjóma svo fátt eitt sé nefnt.
Myndir: af facebook síðu Kaffi Stefnumót.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
100 myndir frá hátíðarkvöldverði KM
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Fyrsta heildstæða kennsluefnið í matreiðslu gefið út eftir 70 ára kennslusögu – Myndir frá útgáfuteitinu
-
Nemendur & nemakeppni4 dagar síðan
Reynir Grétarsson matreiðslumeistari með áhugavert fræðsluerindi um súkkulaðigerð – Myndir
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift – Mozzarella fiskréttur
-
Frétt14 klukkustundir síðan
Myllan innkallar heimilisbrauð
-
Markaðurinn2 dagar síðan
World Class barþjónakeppnin – Skráning 2025
-
Markaðurinn8 klukkustundir síðan
Spennandi tækifæri
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bóndadagsgjöf ástríðukokksins