Freisting
Vín og skel opnar heimasíðu sína
Vín og skel hefur opnað heimasíðu sína. Vín og skel er í fallegu porti sem gengið er inní frá Laugarveginum. Húsið tilheyrir þar af leiðandi Laugarvegi 55b. Dálítið nýtt er hjá Vín og skel en þau bjóða upp á hlý og þægileg teppi sem gestir geta nýtt sér til að halda sér hita meðan drukkið er heitt kakó eða kaffi úti á svölum staðarins á köldum vetrardögum. Matseðillin er ekki ýkja stór en samt ferskur og skemmtilegur en boðið er upp á ýmisleg sjávarmeti en þau svo staðurinn heiti Vín og skel þá er ekki eingöngu skelfiskur á boðstólnum heldur er einnig kjötmeti. Kristinn Freyr Guðmundsson er yfirmatreiðslumaður Víns & skels, en Kristinn hefur verið í kokkalandsliðinu og ætti því ekki að vera í vandræðum með að töfra fram veisluföng úr íslensku hráefni. Kristinn lærði fræðin sín á Hótel Holti og hefur síðan þá starfað á Hótel Holti, Perlunni, Grillinu á Hótel Sögu, Hótel Borg, svo eitthvað sé nefnt.
Aðalréttarsúpa: Heimasíða Vín og skel: www.vinogskel.is
|
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Girnilegt camembert jólatré með döðlu og pekan krönsi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Mikil uppbygging framundan á Hofsstöðum – Veitingastaðurinn með eigin framleiðslu og hráefni úr heimabyggð
-
Frétt3 dagar síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi
-
Frétt2 dagar síðan
Innköllun á sviðasultu frá Kjarnafæði
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Fallegur og girnilegur jólakrans bar sigur úr býtum