Vertu memm

Uncategorized

Vín mánaðarins á heimasíðu smakkarans

Birting:

þann

Stefán smakkari velur The Laughing Magipie 2003 frá d’Arenberg vín febrúarmánaðar á vefsíðu sinni www.smakkarinn.is. Þetta bætist við fullkomna einkunn, 20/20, sem vínið fékk hjá Steingrími í Morgunblaðinu á síðasta ári.

Þeir sem fóru í fýluferð í Vínbúðirnar Heiðrúnu og Kringluna fyrir helgi og fengu ekki sitt Magpie þrátt fyrir að ég var nýbúinn að láta vita af endurkomu þess á póstlistanum geta tekið gleði sína á ný því 72 flöskur voru afhentar í ÁTVR í gær, 60 í dag og síðan slatti aftur á fimmtudaginn. Sumir hafa verið sniðugir og látið taka frá fyrir sig vínið í ÁTVR svo þeir geti gengið að því vísu þegar þeir mæta næst.

Vín mánaðarins febrúar 2006 D´Arenberg, The Laughing Magpie 2003 McLaren Vale, Ástralía Vínþrúgur: Shiraz, Viogner Verð: 2000 kr. Umboðsaðili: Vín og Matur Lýsing: Mjög mikið af ávöxtum, einnig sólber, brómber og fjóla í nefinu. Ávaxta bomba með brómber í fyrirrúmi, svo kemur mikið af myntu, pipar, jurtum og lakkrís. Eftirbragðið er mjög langt og kryddað. Niðurstaða: 2000 kr. vín sem vín mánaðarins? Vín sem er að reyna að líkja eftir norður Rhonar blandi en bragðast langt í frá eins og Norður Rhonar vín? Ó já, ég veit að 2003 árgangurinn á eftir að klárast hratt en trúðu mér, þó að vínið sé frábært núna hef ég á tilfinningunni að það verði stórkostlegt eftir 3-4 ár.

Orðrétt af heimasíðunni Vínogmatur.is

Heiðar Birnir Kristjánsson
[email protected]

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Auglýsingapláss
Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið